Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
   sun 29. janúar 2023 15:49
Aksentije Milisic
Ítalía: Nýliðar Monza skelltu Juventus á útivelli
Leikmenn Monza fagna í dag.
Leikmenn Monza fagna í dag.
Mynd: EPA
Di Maria átti góða tilraun í síðari hálfleiknum sem var varin.
Di Maria átti góða tilraun í síðari hálfleiknum sem var varin.
Mynd: EPA

Juventus 0 - 2 Monza
0-1 Patrick Ciurria ('18 )
0-2 Dany Mota ('39 )


Fyrr í dag steinlá AC Milan gegn Sassuolo á heimavelli en það eru ekki einu óvæntu úrslitin. Nýliðarnir í Monza gerðu sér lítið fyrir og fóru til Tórínó borgar og glæsilegan 0-2 útisigur á Juventus.

Monza byrjaði betur og kom knettinum í netið en markið var dæmt af. Það stoppaði þá hins vegar ekki því Patrick Ciurria kom gestunum yfir með marki á 18. mínútu leiksins.

Liðið var ekki hætt og Dany Mota tvöfaldaði forystu Monza þegar lítið var eftir af fyrri hálfleiknum og staðan því óvænt 0-2 þegar flautað var til leikhlés.

Juventus reyndi allt sem það gat til að skora í síðari hálfleiknum en það gekk ekkert. Gestirnir vörðust frábærlega og þá átti Di Gregorio hörku frammistöðu í markinu hjá Monza.

Dusan Vlahovic sneri aftur í lið Juventus eftir meiðsli en hann kom inn á þegar 25. mínútur voru ekki. Paul Pogba var á bekknum en hann kom ekki inná.

Monza fór yfir Juventus á töflunni með sigri en liðið er í ellefta sætinu. Juventus er í því þrettánda.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 18 14 0 4 40 15 +25 42
2 Milan 19 11 7 1 30 15 +15 40
3 Roma 20 13 0 7 24 12 +12 39
4 Napoli 18 12 2 4 28 15 +13 38
5 Juventus 19 10 6 3 27 16 +11 36
6 Como 19 9 7 3 27 13 +14 34
7 Atalanta 20 8 7 5 25 19 +6 31
8 Lazio 20 7 7 6 21 16 +5 28
9 Bologna 19 7 6 6 26 20 +6 27
10 Udinese 20 7 5 8 22 32 -10 26
11 Sassuolo 20 6 5 9 23 27 -4 23
12 Torino 20 6 5 9 21 32 -11 23
13 Cremonese 19 5 7 7 20 23 -3 22
14 Parma 19 5 6 8 14 22 -8 21
15 Cagliari 19 4 7 8 21 27 -6 19
16 Lecce 19 4 5 10 13 27 -14 17
17 Genoa 19 3 7 9 19 29 -10 16
18 Fiorentina 20 2 8 10 21 31 -10 14
19 Pisa 20 1 10 9 15 30 -15 13
20 Verona 19 2 7 10 15 31 -16 13
Athugasemdir
banner
banner