Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   mán 29. júní 2020 22:10
Kristófer Jónsson
Arnar Gunnlaugs: Leggjum uppúr því að tala við boltastrákana
Arnar var gríðarlega ánægður með sitt lið í dag.
Arnar var gríðarlega ánægður með sitt lið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum gríðarlega sáttur eftir 4-1 sigur sinna manna gegn FH í þriðju umferð Pepsi Max-deildarinnar í dag.

„Við vildum stimpla okkur vel inní mótið með góðri frammistöðu. Strákarnir voru mjög kraftmiklir í dag og það var nánast ekki að sjá á þeim að þeir voru að spila 120 mínútur fyrir nokkrum dögum (gegn Víking Ó. í bikarnum)." sagði Arnar eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 FH

Víkingar voru betri aðilinn frá fyrstu mínútu og leiddu 3-0 þegar að flautað var til hálfleiks.

„Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var nánast fullkominn hjá okkur þar sem að FH-ingar komust varla nálægt boltanum og við skorum þrjú góð mörk. Seinni hálfleikurinn byrjaði síðan aðeins "sloppy" hjá okkur en eftir sem leið á hálfleikinn unnum við okkur vel inní leikinn og sigldum þessu heim."

Þriðja mark Víkings var virkilega skrautlegt en segja má að einn af boltastrákunum hafi lagt það upp þegar að hann sendi boltann snöggt á Óttar Magnús sem að tók snögga aukaspyrnu í nánast autt mark FH.

„Við leggjum mikið uppúr því að tala við boltastrákanna og viljum að þeir séu hluti af leiknum til að halda hröðu tempói. Mig kvíðir fyrir því þegar að þeim verður bannað að vera með en gríðarlega vel hugsað hjá bæði boltastráknum og Óttari." sagði Arnar um markið.

Nánar er rætt við Arnar í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner