Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   mán 29. júní 2020 21:47
Egill Sigfússon
Ási Arnars: Hallaði á okkur í dómgæslunni í kvöld
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir heimsótti Breiðablik á Kópavogsvöll í kvöld og töpuðu 3-1 í 3. umferð Pepsí Max-deildar karla.

„Mér fannst spilamennska minna manna góð í kvöld, við vorum að horfa á hörku leik, skemmtilegan leik með mikið af færum. Munurinn á liðunum var að annað liðið var að nýta færin sín og hitt ekki, við vorum kannski að leka full ódýrum mörkum líka. Það var fyrst og fremst leiðinlegt að við fengum mikið af færum sem við nýttum ekki. En kredit á strákana, þeir lögðu sig fram og leikurinn var bara góður, þetta var góð frammistaða."

Sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis um frammistöðu sinna manna í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Fjölnir

Ásmundi fannst halla á þá í dómgæslunni í dag og vildi fá eitt víti til viðbótar við þau tvö sem þeir fengu.

„Mér fannst halla á okkur framan af, þeir fengu að sópa okkur svolítið niður, fóru mikið aftan í okkur og það var tekið á því seint. Þá urðum við svolítið pirraðir og fórum að fá ódýr spjöld. Hann togar bara aftan í hnakkadrambið á honum og fer með olnbogann í bakið á honum, það fannst mér vera mesta vítið í þessum leik. Svona er þetta, við erum litla liðið og verðum að lifa með því."

„Það er aldrei að vita, við höfum verið að skima og skoða og það getur vel verið að það detti eitthvað inn á lokametrunum. Það er fullt í kortunum hjá okkur og það kemur bara í ljós."

Sagði Ásmundur að lokum um hvort þeir séu að fá inn einhverja leikmenn á lokametrum félagsskiptagluggans.
Athugasemdir
banner