Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
   sun 29. september 2024 17:43
Sölvi Haraldsson
Eyjólfur Héðins: Hafði það ekki á tilfinningunni
Eyjólfur Héðinsson.
Eyjólfur Héðinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég myndi segja að þetta hafi verið sanngjörn úrslit. Ekki það að fyrri hálfleikurinn var stál í stál og lítið um færi. Þetta opnaðist svo í seinni hálfleik. Tilfinningin var að við hefðum getað skorað töluvert fleiri mörk. Maður er samt smeykur þegar staðan er bara 1-0. Maður var ekkert allt of rólegur á bekknum þegar við vorum að fara illa með góð upphlaup. En við náðum að sigla þessu nokkuð örugglega heim í dag.“ sagði Eyjólfur Héðinsson, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 sigur á FH í dag.


Lestu um leikinn: FH 0 -  1 Breiðablik

Eyjólfur segir að hann hafi ekki haft það á tilfinningunni að FH-ingarnir myndu jafna.

Maður hafði það ekki á tilfinningunni að þeir væru að fara að jafna. En eins og ég segi að þá þarf ekki nema bara eitt innkast og eitthvað dettur fyrir þá og þá eru þeir búnir að jafna. Bæði sóknarlega og ekki síst varnarlega vorum við góðir. Boltinn vildi ekki inn nema úr þessu eina horni og við tökum því.

Hver leikur og sigur hlýtur að vera mikilvægari og stærri með tímanum sérstaklega í ljósi þess hvernig deildin og toppbaráttan er að spilast?

Engin spurning. Við höfum ekki efni á því að misstiga okkur og það er ótrúlega gaman að taka þátt í þessu. Bara sama hjá Víkingunum. Þeir mega ekki misstiga sig og vonandi endar þetta í einhverjum svakalegum úrslitaleik í Víkinni þegar að þar á kemur. En við eigum tvo erfiða leiki fram að því og við verðum að klára þá. Eins og ég segi þá megum við ekki misstiga okkur.

Hvernig horfir þessi lokasprettur við Eyjólfi og liðinu og þá aðallega þessu möguleiki á úrslitaleik í lokaumferðinni gegn Víkingum?

Við horfum ekki mikið lengra en næsta leik sem er Valur eftir vikur. Við getum ekki verið að horfa eitthvað mikið lengur en það. Þeir spila í kvöld gegn Víkingum og við þurfum að leikgreina þá þar. Síðan þurfum við bara að klára þessa leiki fram að lokaleiknum svo þetta verði í okkar höndum þegar það kemur að þessum lokaleik gegn Víkingum.“ sagði Eyjólfur Héðinsson að lokum.

Viðtalið við Eyjólf má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner