Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
Hefði valið Gylfa í hópinn - „Maður verður bara að virða það"
Arnar Gunnlaugs: Má láta sig dreyma um eitthvað meira
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
   sun 29. september 2024 16:48
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Sandra María: Við eigum að klára svona leiki
Sandra María Jessen, fyrirliði Þór/KA
Sandra María Jessen, fyrirliði Þór/KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er svekkjandi að ná ekki í öll þrjú stigin. Við komum klárlega með það markmið hingað að ná í öll þrjú stigin. Okkur hefur gengið vel á móti Þróttir í sumar og svekkjandi að hafa ekki náð að skora eitt mark þar sem að við, klárlega, fengum nokkur færi í seinni hálfleik til þess að skora“ sagði Sandra María Jessen, fyrirliði Þór/KA eftir markalaust jafntefli gegn Þrótti í Laugardalnum fyrr í dag. 


Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  0 Þór/KA

„Þróttur eru með hörkulið og eru rosalega vel skipulagðar, halda vel í boltann og það er erfitt að brjóta þær upp. Þær lokuðu vel á ákveðin svæði og við náðum að skapa okkur mörg svona hálffæri og kannski tvö til þrjú góð færi sem við hefðum getað skorað úr. Við vorum ekki að ná að brjóta þær nóg og oft upp, bara hrós á Þróttaraliðið. Þær eru með gott lið og bara gaman að sjá að þær gáfust ekkert upp þegar að tímabilið var að byrja, þetta fór hægt af stað. Að sama skapi setjum við bara þá kröfu á okkur sjálfar að gera aðeins betur og við eigum að klára svona leiki“ heldur hún svo áfram. 

Leikurinn var ekki skemmtilegur áhorfs og aðspurð hvernig það var að spila leikinn segir hún: „Þetta var mikið, svona, miðjufótbolti. Það var lítið af færum, eins og ég segi, varla einhver opin færi. Ég man eftir einu sem ég fæ í seinni hálfleik en auðvitað er alltaf gaman að spila fótbolta en maður hefur spilað þá skemmtilegri.“

Viðtalið við Söndru Maríu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner