Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
   sun 29. september 2024 16:48
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Sandra María: Við eigum að klára svona leiki
Kvenaboltinn
Sandra María Jessen, fyrirliði Þór/KA
Sandra María Jessen, fyrirliði Þór/KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er svekkjandi að ná ekki í öll þrjú stigin. Við komum klárlega með það markmið hingað að ná í öll þrjú stigin. Okkur hefur gengið vel á móti Þróttir í sumar og svekkjandi að hafa ekki náð að skora eitt mark þar sem að við, klárlega, fengum nokkur færi í seinni hálfleik til þess að skora“ sagði Sandra María Jessen, fyrirliði Þór/KA eftir markalaust jafntefli gegn Þrótti í Laugardalnum fyrr í dag. 


Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  0 Þór/KA

„Þróttur eru með hörkulið og eru rosalega vel skipulagðar, halda vel í boltann og það er erfitt að brjóta þær upp. Þær lokuðu vel á ákveðin svæði og við náðum að skapa okkur mörg svona hálffæri og kannski tvö til þrjú góð færi sem við hefðum getað skorað úr. Við vorum ekki að ná að brjóta þær nóg og oft upp, bara hrós á Þróttaraliðið. Þær eru með gott lið og bara gaman að sjá að þær gáfust ekkert upp þegar að tímabilið var að byrja, þetta fór hægt af stað. Að sama skapi setjum við bara þá kröfu á okkur sjálfar að gera aðeins betur og við eigum að klára svona leiki“ heldur hún svo áfram. 

Leikurinn var ekki skemmtilegur áhorfs og aðspurð hvernig það var að spila leikinn segir hún: „Þetta var mikið, svona, miðjufótbolti. Það var lítið af færum, eins og ég segi, varla einhver opin færi. Ég man eftir einu sem ég fæ í seinni hálfleik en auðvitað er alltaf gaman að spila fótbolta en maður hefur spilað þá skemmtilegri.“

Viðtalið við Söndru Maríu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner