Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 29. október 2020 23:30
Elvar Geir Magnússon
Skipti Grosicki til Forest gengu ekki í gegn - 21 sekúndu of seinir
Kamil Grosicki.
Kamil Grosicki.
Mynd: Getty Images
Nottingham Forest tilkynnti á gluggadeginum fyrr í þessum mánuði að félagið hefði fengið pólska miðjumanninn Kamil Grosicki lánaðan frá West Bromwich Albion.

Enska knattspyrnusambandið gaf þó ekki leyfi fyrir félagaskiptunum en Forest skilaði inn gögnum varðandi þennan 32 ára leikmann þegar 21 sekúnda var komin yfir lok gluggans.

Forest kvartaði en tapaði málinu.

Grosicki er nú skráður í leikmannahóp West Brom.

Síðan hann kom til West Brom frá Hull City í janúar hefur Grosicki byrjað fjóra deildarleiki og spilað tíu aðra sem varamaður. West Brom komst upp í úrvalsdeildina en hann hefur ekki leikið fyrir félagið í efstu deild.

Hann skoraði þrennu í vináttulandsleik Póllands gegn Finnlandi fyrr í þessum mánuði.
Athugasemdir
banner