Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
banner
   fös 29. nóvember 2024 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gleðitíðindi fyrir Palace því algjör lykilmaður snýr aftur
Mynd: EPA
Oliver Glasner, stjóri Crystal Palace, færði stuðningsmönnum félagsins gleðitíðindi á fréttamannafundi í dag því einn allra besti leikmaður liðsins, Eberechi Eze, er mættur aftur eftir meiðsli.

Eze var farinn að sýna sína bestu takta eftir hæga byrjun á tímabilinu þegar hann meiddist snemma leiks gegn Aston Villa í deildabikarnum. Núna mánuði seinna er hann að snúa til baka.

Glasner sagði einnig frá því að framherjinn Eddie Nketiah verði einnig í leikmannahópnum á morgun þegar Palace tekur á móti Newcastle.

„Eberechi verður í hópnum á morgun, Eddie Nketiah líka. Við lögðum mikla áherslu á þeirra endurhæfingu og læknateymið gerði frábæerlega, þess vegna eru þeir til taks fyrr en áætlað var."

„Aðrir leikmenn eru að koma til baka, sumir leikmenn hafa náð einni viku í viðbót af æfingu eftir að hafa snúið aftur eftir meiðsli, svo þetta var mjög jákvæð vika."

„Það er gott að fá leikmenn til baka farandi inn í þriggja leikja viku, núna er staðan á hópnum betri."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 14 11 2 1 29 11 +18 35
2 Chelsea 15 9 4 2 35 18 +17 31
3 Arsenal 15 8 5 2 29 15 +14 29
4 Man City 15 8 3 4 27 21 +6 27
5 Nott. Forest 15 7 4 4 19 18 +1 25
6 Aston Villa 15 7 4 4 23 23 0 25
7 Bournemouth 15 7 3 5 23 20 +3 24
8 Brighton 15 6 6 3 25 22 +3 24
9 Brentford 15 7 2 6 31 28 +3 23
10 Fulham 15 6 5 4 22 20 +2 23
11 Tottenham 15 6 2 7 31 19 +12 20
12 Newcastle 15 5 5 5 19 21 -2 20
13 Man Utd 15 5 4 6 19 18 +1 19
14 West Ham 15 5 3 7 20 28 -8 18
15 Everton 14 3 5 6 14 21 -7 14
16 Leicester 15 3 5 7 21 30 -9 14
17 Crystal Palace 15 2 7 6 14 20 -6 13
18 Ipswich Town 15 1 6 8 14 27 -13 9
19 Wolves 15 2 3 10 23 38 -15 9
20 Southampton 15 1 2 12 11 31 -20 5
Athugasemdir
banner
banner