Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fim 30. janúar 2025 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Lúðvík Gunnarsson ræðir við Jörund Áka á æfingunni í Miðgarði í Garðabæ í gær.
Lúðvík Gunnarsson ræðir við Jörund Áka á æfingunni í Miðgarði í Garðabæ í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Sveinn Þórarinsson gefur af sér til ungu drengjanna í gær.
Atli Sveinn Þórarinsson gefur af sér til ungu drengjanna í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Björn Gunnarsson.
Brynjar Björn Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Umræðan hefur verið í þá átt að okkur vanti fleiri varnarmenn og ljósi stöðunnar lögðum við höfuðin í bleyti og í úr varð að prófa að vera með leikstöðuæfingar," sagði Jörundur Áki Sveinsson yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ við Fótbolta.net í gær en hann var þá viðstaddur séræfingar KSÍ fyrir unga og upprennandi varnarmenn. Fjöldi drengja allstaðar að mætti á æfingarnar.

„Þetta eru krakkar sem eru í yngri landsliðunum og við einbeitum okkur að 16-17 ára hópnum okkar. Þetta er tilraunaverkefni og við byrjum á þessu. Vonandi gengur það vel."

Jörundur Áki bætti við að ef vel til tækist gæti verið haldið áfram með slík verkefni og þá verður einnig horft til hvað þarf að bæta sérstaklega í kvennafótboltanum og samskonar verkefni komið á þeim megin.

KSÍ er með helstu þjálfara sína á æfingunum, Davíð Snorri Jónasson aðstoðarþjálfari A-landsliðsins, Lúðvík Gunnarsson, Ómar Ingi Guðmundsson og fleiri en sérstaklega var leitað svo til reynslumikilla varnarmanna sem áður léku með íslenska landsliðinu til að efla hópinn með reynslu varnarlega. Þetta eru Hermann Hreiðarsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson sem allir spiluðu í ensku úrvalsdeildinni auk Atla Sveins Þórarinssonar.

„Það gekk ótrúlega vel að fá þá með í þetta. Það vildu fleiri en færri vera með sem er skemmtilegt. Þetta tengir kynslóðir og þeir hafa margt fram að færa sem þessir krakkar geta lært af. Þeir eru tilbúnir að miðla og eru mjög öflugir í því. Í framhaldinu af æfingunni setjumst við niður og leikmennirnir fá að spyrja þá spurninga. Þjálfarar þeirra sem eru líka hér að fylgjast með munu líka fá að setjast niður með okkar fólki og vonandi verða góðar umræður og við hjálpumst að við að búa til fleiri og betri varnarmenn. Svo þurfum við að gera það með aðrar leikstöður líka og stelpumegin líka," sagði hann.

Nánar er rætt við Jörund Áka í spilaranum að ofan. „Þetta snýst um að koma af stað hugmyndum um hvernig við getum lagað varnarþátt leiksins sem hefur verið kallað eftir. Við erum ótrúlega ánægð með hvernig hefur tekist til hingað til," sagði hann.
Athugasemdir
banner
banner