Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   fim 30. janúar 2025 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Lúðvík Gunnarsson ræðir við Jörund Áka á æfingunni í Miðgarði í Garðabæ í gær.
Lúðvík Gunnarsson ræðir við Jörund Áka á æfingunni í Miðgarði í Garðabæ í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Sveinn Þórarinsson gefur af sér til ungu drengjanna í gær.
Atli Sveinn Þórarinsson gefur af sér til ungu drengjanna í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Björn Gunnarsson.
Brynjar Björn Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Umræðan hefur verið í þá átt að okkur vanti fleiri varnarmenn og ljósi stöðunnar lögðum við höfuðin í bleyti og í úr varð að prófa að vera með leikstöðuæfingar," sagði Jörundur Áki Sveinsson yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ við Fótbolta.net í gær en hann var þá viðstaddur séræfingar KSÍ fyrir unga og upprennandi varnarmenn. Fjöldi drengja allstaðar að mætti á æfingarnar.

„Þetta eru krakkar sem eru í yngri landsliðunum og við einbeitum okkur að 16-17 ára hópnum okkar. Þetta er tilraunaverkefni og við byrjum á þessu. Vonandi gengur það vel."

Jörundur Áki bætti við að ef vel til tækist gæti verið haldið áfram með slík verkefni og þá verður einnig horft til hvað þarf að bæta sérstaklega í kvennafótboltanum og samskonar verkefni komið á þeim megin.

KSÍ er með helstu þjálfara sína á æfingunum, Davíð Snorri Jónasson aðstoðarþjálfari A-landsliðsins, Lúðvík Gunnarsson, Ómar Ingi Guðmundsson og fleiri en sérstaklega var leitað svo til reynslumikilla varnarmanna sem áður léku með íslenska landsliðinu til að efla hópinn með reynslu varnarlega. Þetta eru Hermann Hreiðarsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson sem allir spiluðu í ensku úrvalsdeildinni auk Atla Sveins Þórarinssonar.

„Það gekk ótrúlega vel að fá þá með í þetta. Það vildu fleiri en færri vera með sem er skemmtilegt. Þetta tengir kynslóðir og þeir hafa margt fram að færa sem þessir krakkar geta lært af. Þeir eru tilbúnir að miðla og eru mjög öflugir í því. Í framhaldinu af æfingunni setjumst við niður og leikmennirnir fá að spyrja þá spurninga. Þjálfarar þeirra sem eru líka hér að fylgjast með munu líka fá að setjast niður með okkar fólki og vonandi verða góðar umræður og við hjálpumst að við að búa til fleiri og betri varnarmenn. Svo þurfum við að gera það með aðrar leikstöður líka og stelpumegin líka," sagði hann.

Nánar er rætt við Jörund Áka í spilaranum að ofan. „Þetta snýst um að koma af stað hugmyndum um hvernig við getum lagað varnarþátt leiksins sem hefur verið kallað eftir. Við erum ótrúlega ánægð með hvernig hefur tekist til hingað til," sagði hann.
Athugasemdir
banner
banner