Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fim 30. janúar 2025 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Lúðvík Gunnarsson ræðir við Jörund Áka á æfingunni í Miðgarði í Garðabæ í gær.
Lúðvík Gunnarsson ræðir við Jörund Áka á æfingunni í Miðgarði í Garðabæ í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Sveinn Þórarinsson gefur af sér til ungu drengjanna í gær.
Atli Sveinn Þórarinsson gefur af sér til ungu drengjanna í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Björn Gunnarsson.
Brynjar Björn Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Umræðan hefur verið í þá átt að okkur vanti fleiri varnarmenn og ljósi stöðunnar lögðum við höfuðin í bleyti og í úr varð að prófa að vera með leikstöðuæfingar," sagði Jörundur Áki Sveinsson yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ við Fótbolta.net í gær en hann var þá viðstaddur séræfingar KSÍ fyrir unga og upprennandi varnarmenn. Fjöldi drengja allstaðar að mætti á æfingarnar.

„Þetta eru krakkar sem eru í yngri landsliðunum og við einbeitum okkur að 16-17 ára hópnum okkar. Þetta er tilraunaverkefni og við byrjum á þessu. Vonandi gengur það vel."

Jörundur Áki bætti við að ef vel til tækist gæti verið haldið áfram með slík verkefni og þá verður einnig horft til hvað þarf að bæta sérstaklega í kvennafótboltanum og samskonar verkefni komið á þeim megin.

KSÍ er með helstu þjálfara sína á æfingunum, Davíð Snorri Jónasson aðstoðarþjálfari A-landsliðsins, Lúðvík Gunnarsson, Ómar Ingi Guðmundsson og fleiri en sérstaklega var leitað svo til reynslumikilla varnarmanna sem áður léku með íslenska landsliðinu til að efla hópinn með reynslu varnarlega. Þetta eru Hermann Hreiðarsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson sem allir spiluðu í ensku úrvalsdeildinni auk Atla Sveins Þórarinssonar.

„Það gekk ótrúlega vel að fá þá með í þetta. Það vildu fleiri en færri vera með sem er skemmtilegt. Þetta tengir kynslóðir og þeir hafa margt fram að færa sem þessir krakkar geta lært af. Þeir eru tilbúnir að miðla og eru mjög öflugir í því. Í framhaldinu af æfingunni setjumst við niður og leikmennirnir fá að spyrja þá spurninga. Þjálfarar þeirra sem eru líka hér að fylgjast með munu líka fá að setjast niður með okkar fólki og vonandi verða góðar umræður og við hjálpumst að við að búa til fleiri og betri varnarmenn. Svo þurfum við að gera það með aðrar leikstöður líka og stelpumegin líka," sagði hann.

Nánar er rætt við Jörund Áka í spilaranum að ofan. „Þetta snýst um að koma af stað hugmyndum um hvernig við getum lagað varnarþátt leiksins sem hefur verið kallað eftir. Við erum ótrúlega ánægð með hvernig hefur tekist til hingað til," sagði hann.
Athugasemdir
banner