Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
   fim 30. janúar 2025 08:30
Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Sölvi Snær á æfingunni í gær.
Sölvi Snær á æfingunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi og félagar á æfingunni í gær.
Sölvi og félagar á æfingunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er skemmtileg upplifun og gaman að koma hingað," sagði Sölvi Snær Ásgeirsson, 16 ára gamall leikmaður Grindavíkur sem hefur tekið þátt í varnaræfingum KSÍ í Miðgarði í Garðabæ í vikunni.

„Ég heyrði í pabba þegar mér var boðið að taka þátt og hann var spenntur fyrir þessu. Ég var spenntur að sjá hverjir væru valdir í hópinn og hverjir þjálfararnir væru líka. Það eru miklir viskubrunnar sem eru að þjálfa okkur hérna."

Hermann Hreiðarsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson sem allir spiluðu í ensku úrvalsdeildinni auk Atla Sveins Þórarinssonar eru þjálfurum KSÍ til aðstoðar á æfingunum og miðla af mikilli reynslu sinni þar. Sölvi þekkir vel til Brynjars Björns sem þjálfaði hann í Grindavík í fyrra og hefur fengið að kynnast Hermanni.

„Þetta er geggjað. Brynjar Björn var með mig í Grindavík og það er gott að hitta hann aftur. Svo er Hemmi Hreiðars og þessir gæjar, þetta eru algjörar goðsagnir. Hemmi er klikkaður, það er hægt að segja það en ég læri helling af honum, það besta sem er hægt að taka úr þessu er lærdómurinn."

En er hann að fá mikið meira úr þessu en með félagsliðinu, fær hann mikið meiri athygli á sinn leik? „Já, þetta eru varnarsinnaðar æfingar sem eru ekkert mikið í félagsliðum. Þetta er allt annað en að vera í Grindavík, við vinnum með varnarleik en hér er mikið meira farið í smáatriðin. Ég fer betri leikmaður út af þessum æfingum en ég kom inn."

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan. Hann er þar spurður afhverju hann valdi að vera varnarmaður á tíma sem flestir ungir menn hugsa um að vera sóknarmenn?

„Ég hef nú gaman af sóknarleiknum sjálfur líka en vörnin vinnur titla eins og einhver sagði. Ég hrífst af því. Daníel Leó Grétarsson er mín helsta fyrirmynd hjá íslenska landsliðinu og úti eru margir en Maldini verður alltaf númer eitt."
Athugasemdir
banner
banner