Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 30. janúar 2025 08:30
Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Sölvi Snær á æfingunni í gær.
Sölvi Snær á æfingunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi og félagar á æfingunni í gær.
Sölvi og félagar á æfingunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er skemmtileg upplifun og gaman að koma hingað," sagði Sölvi Snær Ásgeirsson, 16 ára gamall leikmaður Grindavíkur sem hefur tekið þátt í varnaræfingum KSÍ í Miðgarði í Garðabæ í vikunni.

„Ég heyrði í pabba þegar mér var boðið að taka þátt og hann var spenntur fyrir þessu. Ég var spenntur að sjá hverjir væru valdir í hópinn og hverjir þjálfararnir væru líka. Það eru miklir viskubrunnar sem eru að þjálfa okkur hérna."

Hermann Hreiðarsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson sem allir spiluðu í ensku úrvalsdeildinni auk Atla Sveins Þórarinssonar eru þjálfurum KSÍ til aðstoðar á æfingunum og miðla af mikilli reynslu sinni þar. Sölvi þekkir vel til Brynjars Björns sem þjálfaði hann í Grindavík í fyrra og hefur fengið að kynnast Hermanni.

„Þetta er geggjað. Brynjar Björn var með mig í Grindavík og það er gott að hitta hann aftur. Svo er Hemmi Hreiðars og þessir gæjar, þetta eru algjörar goðsagnir. Hemmi er klikkaður, það er hægt að segja það en ég læri helling af honum, það besta sem er hægt að taka úr þessu er lærdómurinn."

En er hann að fá mikið meira úr þessu en með félagsliðinu, fær hann mikið meiri athygli á sinn leik? „Já, þetta eru varnarsinnaðar æfingar sem eru ekkert mikið í félagsliðum. Þetta er allt annað en að vera í Grindavík, við vinnum með varnarleik en hér er mikið meira farið í smáatriðin. Ég fer betri leikmaður út af þessum æfingum en ég kom inn."

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan. Hann er þar spurður afhverju hann valdi að vera varnarmaður á tíma sem flestir ungir menn hugsa um að vera sóknarmenn?

„Ég hef nú gaman af sóknarleiknum sjálfur líka en vörnin vinnur titla eins og einhver sagði. Ég hrífst af því. Daníel Leó Grétarsson er mín helsta fyrirmynd hjá íslenska landsliðinu og úti eru margir en Maldini verður alltaf númer eitt."
Athugasemdir
banner
banner