Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 30. maí 2020 16:04
Ívan Guðjón Baldursson
Hólmar Örn í sigurliði - Árni og Alfons töpuðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Kolos Kovalivka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn er Levski Sofia lagði Vitosha Bistritsa að velli í æfingaleik í Búlgaríu í gær.

Hólmar Örn er lykilmaður hjá Levski sem er í öðru sæti búlgörsku deildarinnar, jafnt Lokomotiv Plovdiv og CSKA Sofia á stigum.

Búlgarska deildin fer af stað um næstu helgi og á Levski leik við topplið Ludogorets, sem er með níu stiga forystu.

Levski Sofia 3 - 1 Vitosha Bistritsa
1-0 N. Robertha ('38)
2-0 M. Petkov ('53)
2-1 I. Dimitrov ('69)
3-1 Thiam Khaly ('77)

Árni Vilhjálmsson lék fyrstu 83 mínúturnar er Kolos Kovalivka tapaði fyrir Desna í efstu deild í Úkraínu. Kolos var á heimavelli og tapaði 0-2.

Kolos siglir lygnan sjó í sjötta sæti deildarinnar en þetta var fjórði tapleikur liðsins í röð.

Kolos Kovalivka 0 - 2 Desna
0-1 D. Favorov ('64)
0-2 E. Kartushov ('84)

Alfons Sampsted var þá í byrjunarliði Bodo/Glimt sem tapaði æfingaleik gegn Rosenborg.

Alfons gerði vel að láni með Blikum í fyrra og var í kjölfarið fenginn yfir í norska boltann. Hann var á mála hjá Norrköping í Svíþjóð.

Rosenborg 1 - 0 Bodo/Glimt
1-0 K. Zachariassen ('7)

Í B-deild þýska boltans hafði Sandhausen betur gegn Hannover. Rúrik Gíslason var þó ekki í hóp hjá Sandhausen þar sem hann neitaði að taka á sig launalækkun vegna Covid-19.

Andri Rúnar Bjarnason var þá ekki í leikmannahópi Kaiserslautern í C-deildinni, sem lagði Magdeburg að velli 0-1.

Andri Rúnar hefur fengið lítið af tækifærum frá komu sinni til Kaiserslautern.

Sandhausen og Kaiserslautern eru í neðri hluta sinna deilda. Sandhausen er sex stigum frá fallsæti og Kaiserslautern fjórum.

Sandhausen 3 - 1 Hannover

Magdeburg 0 - 1 Kaiserslautern
Athugasemdir
banner
banner
banner