Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 30. júní 2022 14:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Félög frá Englandi, Ítalíu og Þýskalandi sýna Mikael áhuga
Mikael í landsleiknum gegn Albaníu fyrr í þessum mánuði.
Mikael í landsleiknum gegn Albaníu fyrr í þessum mánuði.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Danski miðillinn bold.dk greinir frá því að það sé áhugi frá félögum í ítölsku Serie A á íslenska landsliðsmanninum Mikael Anderson. Í grein danska miðilsins er einnig sagt frá því að félög frá Englandi og Þýskalandi fylgist með Mikael.

Mikael átti fínasta tímabil með AGF en hann var keyptur þangað frá Midtjylland síðasta haust. Mikael, sem verður 24 ára á morgun, er miðjumaður og skoraði hann fimm mörk þegar AGF endaði í 10. sæti Superliga á liðnu tímabili.

Tímabilið heilt yfir hjá AGF var vonbrigði en í grein bold.dk er sagt frá því að Mikael hefði verið einn af fáum ljósum punktum í liðinu.

AGF greiddi um 15 milljónir danskra króna fyrir Mikael síðasta haust en í grein danska miðilsins er sagt frá því að nokkur af þeim félögum sem hafa áhuga á Mikael séu tilbúin að greiða hærri upphæð en þá upphæð sem AGF greiddi fyrir Mikael.

AGF á enn eftir að fá formlegt tilboð í Mikael en býst við því að breyting verði á því í sumar. Það er alls ekkert víst að AGF vilji selja Mikael því Uwe Rösler, nýr þjálfari liðsins, ætlar Mikael stórt hlutverk í liðinu á komandi tímabili. Samningur Mikaels er fram á sumarið 2026.
Athugasemdir
banner
banner