Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
banner
   sun 30. júní 2024 21:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalnum
Liam öðruvísi leikmaður en faðir sinn - „Ég er bara með markanef"
Lengjudeildin
Liam Daði hér fyrir miðju.
Liam Daði hér fyrir miðju.
Mynd: Þróttur.is
Ian Jeffs, faðir Liam.
Ian Jeffs, faðir Liam.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er ótrúlega góð. Ég get ekki lýst þessu," sagði Liam Daði Jeffs, sóknarmaður Þróttar, við Fótbolta.net eftir 1-0 sigur Þróttar gegn Grindavík í Lengjudeildinni.

Liam Daði, sem er fæddur árið 2006, kom óvænt inn í byrjunarliðið og skoraði eina mark leiksins. Þetta var hans fyrsti leikur í sumar og fyrsta markið.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  0 Grindavík

„Ég sagði við strákana að ég fór í lúmskt 'blackout' í horninu þegar ég fagnaði. Þetta var geggjuð tilfinning."

„Steinar vinnur boltann mjög vel, ég tek boltann og negli honum á markið. Grasið var blautt og ég læt hann skoppa. Gott mark. Ég er bara með markanef, skilurðu? Maður horfir bara á markið. Ég vil gera vel fyrir félagið og skora mörk."

Liam hefur verið að skora mikið með 2. flokki í sumar og fékk loks tækifærið með meistaraflokki í kvöld.

„Ég þakka traustið frá Venna og ég hef fengið geggjaðan stuðning frá honum og öllu þjálfarateyminu. Þetta kom mér ekki á óvart. Ég þurfti að sanna mig í 2. flokki og svo fæ ég tækifærin. Það kemur bara allt."

Ian Jeffs er faðir Liam en hann var á sínum leikmannaferli öflugur miðjumaður. Jeffsy, eins og hann er kallaður, er í dag þjálfari Hauka en hann þjálfaði Þrótt þar áður.

„Hann var svolítið nettari á miðjunni og var að dreifa spilinu. Ég er bara að setja mörkin. Það er svolítill munur á okkur en ég fæ þetta frá honum. Það er hægt að segja það," segir Liam en hann hugsaði ekki um að elta pabba sinn í Hauka.

„Ég er samningsbundinn Þrótti og geri allt fyrir þetta félag á meðan ég er samningsbundinn. Ég er stoltur Þróttari, lifi Þróttur!"

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar leggur Liam áherslu á það að Þróttur verði að halda áfram að vinna leiki.
Athugasemdir
banner