Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 30. júlí 2022 19:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Belgía: Jón Dagur skoraði í fyrsta heimaleiknum - Fullkomin byrjun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Leuven 2-0 Westerlo

Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliðinu í fyrsta leik Leuven á heimavelli í belgísku deildinni á þessari leiktíð. Liðið tók á móti Westerlo.


Leikurinn var í 2. umferð en liðið vann Kortrijk í fyrstu umferð á útivelli. Jón Dagur var einnig í byrjunarliðinu í þeim leik.

Leikurinn í dag byrjaði vel fyrir Leuven og Jón Dag en hann skoraði sitt fyrsta mark í keppnisleik fyrir félagið eftir aðeins 13 mínútna leik. Hann skoraði af stuttu færi eftir að markvörður Westrlo hafði varið skot frá liðsfélaga Jóns.

Mark Jóns Dags var eina mark fyrri hálfleiksins. Jón Dagur var tekinn af velli eftir rúmlega klukkutíma leik en Leuven gerði út um leikinn með marki úr vítaspyrnu þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir af leiknum.

Liðið er því á toppnum með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner