Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   mið 30. ágúst 2023 12:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Hrafn: Það eina sem það gerir er að draga þig niður
Áhættustýringin þarf að vera góð
Áhættustýringin þarf að vera góð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Er hægt að fá rigningu takk?
Er hægt að fá rigningu takk?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það kemur enginn beint í staðinn fyrir Kidda Steindórs.
Það kemur enginn beint í staðinn fyrir Kidda Steindórs.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ég get ekki sagt að allir leikmenn komi með nákvæmlega sama hugarfari í leikinn
Ég get ekki sagt að allir leikmenn komi með nákvæmlega sama hugarfari í leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Á morgun fer fram seinni leikur Breiðabliks og Struga í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Sigurvegari einvígisins fer í riðlakeppnina. Seinni leikurinn fer fram á Kópavogsvelli klukkan 16:45 á morgun og leiðir Breiðablik með einu marki eftir fyrri leikinn sem fram fór síðasta fimmtudag.

„Ég held það skipti máli ef við nálgumst leikinn á réttan hátt. Ef við ætlum að fara verja eitthvað; mæta og passa upp á að við fáum ekki á okkur mark - þá getur það dregið okkur niður," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, um að fara með forystu í seinni leikinn.

Besta vörnin okkar er að vera með boltann
Vallaraðstæður í fyrri leiknum voru ekki frábærar og vildi Óskar að sínir leikmenn pössuðu sig í ákvarðanatökur. Er öðruvísi áhættustýring á gervigrasinu á Kópavogsvelli?

„Ég vona að við náum betra flæði á boltann en við náðum í Makedóníu, þar náðum við engu flæði. Ástæðurnar voru margar og ólíkar. Ég á von á því að þetta verði öðruvísi leikur, á von á því að sjá meiri gæði; betra spil og hærra tempó. Við þurfum að sjá til að við séum yfir þar. Áhættustýringin þarf að vera góð, Struga eru sterkir ef þeir geta unnið boltann hratt, þeir eru mjög góðir að vinna boltann í ákveðnum aðstæðum. Við þurfum að passa að spila ekki upp í hendurnar á þeim, þurfum að velja rétt. Besta vörnin okkar er að vera með boltann, ef við tökum góðar ákvarðanir með boltann þá erum við í góðum málum. Annars getum við lent í miklum vandræðum."

Get ekki sagt að allir komi með sama hugarfari í leikinn
Fer maður varkárari inn í svona leik, heldur en aðra leiki, þar sem mjög mikið er í húfi?

„Við gerum það ekki, ég held það þýði ekkert. Það eina sem það gerir er að draga þig niður, þá ferðu að hugsa of mikið um hvað sé undir og hvað gerist ef þetta gengur ekki. Ég get ekki sagt að allir leikmenn komi með nákvæmlega sama hugarfari í leikinn, menn eru misjafnir eins og þeir eru margir, sumir verða varkárari við þessar aðstæður heldur en aðrir. En í grunninn verður nálgunin að vera sú að við séum að fara keyra á þá; þurfum að stíga hátt á þá, þurfum að vera grimmir, megum ekki dúlla okkur með boltann. Við þurfum orku og ég held að það verði enginn þreyttur á morgun; menn geti hlaupið úr sér lungun í 90 mínútur."

Óskin logn og grenjandi rigning
Ef Óskar fengi að ráða aðstæðum á morgun, hvernig yrðu þær?

„Ég myndi vilja fá 12 stiga hita, logn og grenjandi rigningu. Það eru frábærar fótboltaaðstæður, það skiptir mestu máli fyrir okkur. Eftir því sem hitastigið hækkar, þá verður þetta snúnara fyrir íslenska fótboltamenn, við erum ekki góðir í 30 stigunum. Aðalmálið fyrir okkur er að það sé sæmilegt logn, þá er hægt að spila góðan fótbolta, þá erum við yfirleitt í fínum málum og getum svolítið ráðið okkar frammistöðum."

Spáin á morgun er upp á einhverjar 13 gráður og golu. Það er því nálægt kjöraðstæðum Óskars.

Kemur enginn beint í stað Kidda Steindórs
Í gær var greint frá því að Kristinn Steindórsson væri með rifinn liðþófa. Hvernig var að fá þau tíðindi?

„Það var auðvitað mjög leiðinlegt, Kiddi er búinn að vera lykilmaður hjá okkur, mikilvægur hlekkur. Það kemur enginn beint í staðinn fyrir Kidda Steindórs. Það eru mjög fáir leikmenn á Íslandi sem koma með það sama að borðinu og hann. Við þurfum að leysa það á annan hátt. Kiddi er búinn að vera mikið meiddur í sumar og við höfum þurft að lifa svolítið áðan. Það er mjög slæmt að missa hann."

Þarf hann að fara í aðgerð eftir tímabilið?

„Það verður að koma í ljós, ég er ekki alveg með það á hreinu. Hann var í sprautu í gær og ef hann tekur vel við sprautunni þá getur hann mögulega klárað mótið. Við verðum að sjá hvað gerist í framhaldinu af því. Vonandi tekur hann vel við sprautunni og getur spilað það sem eftir lifir tímabils. En rifinn liðþófi eru óþægileg meiðsli, vonandi nær hann að spila með okkur [eftir landsleikjahlé], hann er mikilvægur hlekkur."

„Það eru allir aðrir heilir og klárir í slaginn,"
sagði Óskar.

Hann ræðir í viðtalinu um söluna á Ágústi Orra Þorsteinssyni til Genoa, leikinn gegn Víkingi og umræðu um gestaklefann í Víkinni og ýmislegt annað.
Athugasemdir
banner
banner
banner