Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
banner
   lau 30. september 2023 16:01
Aksentije Milisic
England: Palace vann á Old Trafford - Wolves skellti Englandsmeisturunum
Hodgson mætti á Old Trafford og vann.
Hodgson mætti á Old Trafford og vann.
Mynd: Getty Images
Frábær sigur hjá Wolves.
Frábær sigur hjá Wolves.
Mynd: EPA

Sex leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni og var töluvert um óvænt úrslit.


Crystal Palace mætti á Old Trafford og tók þrjú stig þar sem Joachim Andersen gerði eina markið í fyrri hálfleiknum. Gestirnir vörðust frábærlega í síðari hálfleiknum en brösuleg byrjun Manchester United á þessu tímabili heldur því áfram.

Wolves gerði sér lítið fyrir og skellti Manchester City. Hee-Chan Hwang gerði sigurmarkið í síðari hálfleiknum. Þá vann Luton sinn fyrsta sigur í deildinni en liðið vann 1-2 sigur á Goodison Park gegn Everton.

Arsenal átti ekki í neinum vandræðum með Bournemouth og vann 4-0 útisigur. Bukayo Saka og Martin Ödegaard gerðu tvö fyrstu mörkin og svo leyfði þeir Kai Havertz að taka vítaspyrnu sem Þjóðverjinn skoraði úr. Það var svo varnarmaðurinn Ben White sem skoraði síðasta markið í uppbótartímanum.

Newcastle vann þægilegan sigur gegn Burnley og það sama má segja um West Ham gegn Sheffield United.

Everton 1 - 2 Luton
0-1 Tom Lockyer ('24 )
0-2 Carlton Morris ('31 )
1-2 Dominic Calvert-Lewin ('41 )

Newcastle 2 - 0 Burnley
1-0 Miguel Almiron ('14 )
2-0 Alexander Isak ('76 , víti)

West Ham 2 - 0 Sheffield Utd
1-0 Jarrod Bowen ('24 )
2-0 Tomas Soucek ('37 )

Bournemouth 0 - 4 Arsenal
0-1 Bukayo Saka ('17 )
0-2 Martin Odegaard ('44 , víti)
0-3 Kai Havertz ('53 , víti)
0-4 Ben White ('90)

Manchester Utd 0 - 1 Crystal Palace
0-1 Joachim Andersen ('25 )

Wolves 2 - 1 Manchester City
0-1 Ruben Dias ('13 , sjálfsmark)
0-2 Julian Alvarez ('58 )
1-2 Hee-Chan Hwang ('66 )


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 13 9 3 1 27 10 +17 30
2 Man City 13 9 2 2 33 13 +20 29
3 Liverpool 13 8 4 1 28 11 +17 28
4 Aston Villa 13 9 1 3 31 18 +13 28
5 Tottenham 13 8 2 3 25 17 +8 26
6 Man Utd 13 8 0 5 16 16 0 24
7 Newcastle 13 7 2 4 31 14 +17 23
8 Brighton 13 6 4 3 28 23 +5 22
9 West Ham 13 6 2 5 23 23 0 20
10 Chelsea 13 4 4 5 22 20 +2 16
11 Brentford 13 4 4 5 19 18 +1 16
12 Wolves 13 4 3 6 18 23 -5 15
13 Crystal Palace 13 4 3 6 13 18 -5 15
14 Fulham 13 4 3 6 13 22 -9 15
15 Nott. Forest 13 3 4 6 16 21 -5 13
16 Bournemouth 13 3 3 7 14 28 -14 12
17 Luton 13 2 3 8 12 23 -11 9
18 Sheffield Utd 13 1 2 10 11 34 -23 5
19 Everton 13 4 2 7 14 20 -6 4
20 Burnley 13 1 1 11 10 32 -22 4
Athugasemdir
banner
banner
banner