Hvað gerir Guardiola? - Laporta vill Haaland - Man Utd fylgist með Eze - Pogba hafnar rússnesku félagi
banner
   mán 30. september 2024 14:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arteta að endurheimta tvo leikmenn
Mynd: Getty Images
Arsenal mætir á morgun PSG í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Leikurinn fer fram á heimavelli Arsenal, Emirates, og hefst klukkan 17:00 að íslenskum tíma.

Ben White og Riccardo Calafiori eru tæpir fyrir leikinn en Mikel Arteta er bjartsýnn á að Calafiori tekið þátt, en White æfði ekki í dag og er ólíklegur. Þá toku tveir leikmenn þátt í æfingunni sem hafa glímt við meiðsli að undanförnu.

Það eru þeir Mikel Merino og Takehiro Tomiyaso. Merino meiddist á fyrstu æfingu eftir komu sína frá Spáni en Tomiyasu hefur ekkert spilað á tímabilinu vegna hnémeiðsla.

PSG vann Girona 1-0 í fyrstu umferð en Arsenal gerði markalaust jafntefli gegn Atalanta.
Athugasemdir
banner