De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   mán 30. október 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Neville um Antony: Þetta er vandræðalegt
Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, var ekki hrifinn af hegðun brasilíska vængmannsins Antony í leiknum gegn Manchester City í gær.

Undir lok leiks var Man City þremur mörkum yfir á Old Trafford og var belgíski leikmaðurinn Jeremy Doku að leika United-menn grátt með færni sinni.

Antony og Bruno Fernandes, fyrirliði United, reyndu ítrekað að sparka Doku niður.

Brasilíumaðurinn var ekkert að spá í boltanum og fannst Neville þetta vandræðalegt í alla staði.

Antony og Fernandes fengu báðir að líta gula spjaldið fyrir að brjóta á Doku en Neville vildi sjá rauða spjaldið fara á loft.

„Þetta er algerlega fáránlegt. Ég hefði rekið hann af velli, bara fáránlegt og vandræðalegt hjá Antony,“ sagði Neville í lýsingunni á Sky.


Enski boltinn - Agalegt ástand og grjóthörð fermingargjöf
Athugasemdir
banner
banner
banner