Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   fös 31. mars 2023 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Segir að England verði að fara með Englandi á HM
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Vicky Jepson, bráðabirgðastýra kvennaliðs Tottenham Hotspur, telur að Sarina Wiegman landsliðsþjálfari Englands verði að taka Bethany England með á HM í sumar.


England var ekki í síðasta landsliðshópi Englands þrátt fyrir að hafa skorað fimm mörk í sex síðustu leikjum sínum með Tottenham.

Hún gekk í raðir Tottenham í janúar en liðið er aðeins komið með 12 stig eftir 16 umferðir. Wiegman kaus frekar að velja Alessia Russo og Rachel Daly, framherja Manchester United og Aston Villa, fyrir síðustu æfingaleikina sem eru á dagskrá fyrir HM í sumar. Ekki er útilokað að fleiri leikir bætist við í sumar.

„Það eru vonbrigði að hún sé ekki í leikmannahópinum. Ég veit að það er erfitt verkefni að velja á milli sóknarmanna fyrir landsliðið en ég myndi aldrei sleppa því að taka Bethany með á HM," segir Jepson.

„Hún er mikill fagmaður og mun gera allt í sínu valdi til að sanna að hún eigi skilið sæti í hópnum fyrir HM. Hún gekk til liðs við okkur í Tottenham undir erfiðum kringumstæðum. Liðið er að tapa mikið af leikjum en samt tekst henni að finna leið til að skora mörk."

England hefur skorað 11 mörk í 21 landsleik og hefur reynst mikilvæg frá komu sinni til Tottenham þrátt fyrir taphrinu. Hún gerði eina mark leiksins í gífurlega mikilvægum sigri í fallbaráttuslag gegn Leicester. Sá sigur fór langleiðina með að forða Tottenham frá því að vera í raunverulegri fallbaráttu.

„Hún skoraði þetta glæsilega sigurmark uppá eigin spýtur og sannaði enn eina ferðina hvað hún getur gert á mikilvægum stundum. Auðvitað vil ég sjá hana gera þetta fyrir enska landsliðið í sumar."

England var partur af leikmannahópinum sem vann EM 2022 en fékk ekki að spila eina einustu mínútu á mótinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner