Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
   mið 31. júlí 2024 21:50
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Höskulds: Ánægður með liðið og svarið frá síðustu leikjum
Lengjudeildin
Sigurður Höskuldsson þjálfari Þórs
Sigurður Höskuldsson þjálfari Þórs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta frábær leikur við erfiðar aðstæður. Ég bjóst ekki við svona skemmtilegum leik á að horfa miðað við síðustu leiki í deildinni. Mér fannst þetta orkumikill, góður leikur og tvö góð lið í dag. “ Sagði Sigurður Höskuldsson þjálfari Þórs um leikinn eftir 3-2 tap hans manna gegn Keflavík á HS Orkuvellinum í Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  2 Þór

Þrátt fyrir vera nokkuð ánægður með leikinn var Siggi þó svekktur með úrslitin og að hafa ekki fengið neitt úr leiknum miðað það sem menn lögðu á sig.

„Við erum svekktir að fá ekki neitt út úr þessu en þetta féll með þeim og ég var ofboðslega ánægður með mitt lið og svarið frá síðustu tveimur leikjum sem voru karakterslaus frammistaða. Við fengum mikin karakter í dag en það skilaði ekki meiru en við vorum að setja það mikið í fyrstu 70 að það dró svolítið af okkur og þeir tóku augnablikið.“

Birkir Heimisson var ekki með liði Þórs á vellinum í dag þó hann hafi vissulega verið á svæðinu í liðsstjórn á bekknum. Er langt í að hann verði klár á ný?

„Ég vona að hann verði klár eftir fríið sem kemur núna. Hann var alveg líklegur að spila í dag en náði því ekki.“

Aron Einar Gunnarsson er þrálátlega orðaður við heimkomu í Þór og Siggi fengið þær nokkrar spurningarnar varðandi hann að undanförnu. Á því varð engin breyting í kvöld.

„Ég held að allir væru vongóðir að fá Aron Einar en ég bara veit ekki stöðuna á því eins og staðan er núna.. “

Sagði Siggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner