Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   mið 31. júlí 2024 21:50
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Höskulds: Ánægður með liðið og svarið frá síðustu leikjum
Lengjudeildin
Sigurður Höskuldsson þjálfari Þórs
Sigurður Höskuldsson þjálfari Þórs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta frábær leikur við erfiðar aðstæður. Ég bjóst ekki við svona skemmtilegum leik á að horfa miðað við síðustu leiki í deildinni. Mér fannst þetta orkumikill, góður leikur og tvö góð lið í dag. “ Sagði Sigurður Höskuldsson þjálfari Þórs um leikinn eftir 3-2 tap hans manna gegn Keflavík á HS Orkuvellinum í Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  2 Þór

Þrátt fyrir vera nokkuð ánægður með leikinn var Siggi þó svekktur með úrslitin og að hafa ekki fengið neitt úr leiknum miðað það sem menn lögðu á sig.

„Við erum svekktir að fá ekki neitt út úr þessu en þetta féll með þeim og ég var ofboðslega ánægður með mitt lið og svarið frá síðustu tveimur leikjum sem voru karakterslaus frammistaða. Við fengum mikin karakter í dag en það skilaði ekki meiru en við vorum að setja það mikið í fyrstu 70 að það dró svolítið af okkur og þeir tóku augnablikið.“

Birkir Heimisson var ekki með liði Þórs á vellinum í dag þó hann hafi vissulega verið á svæðinu í liðsstjórn á bekknum. Er langt í að hann verði klár á ný?

„Ég vona að hann verði klár eftir fríið sem kemur núna. Hann var alveg líklegur að spila í dag en náði því ekki.“

Aron Einar Gunnarsson er þrálátlega orðaður við heimkomu í Þór og Siggi fengið þær nokkrar spurningarnar varðandi hann að undanförnu. Á því varð engin breyting í kvöld.

„Ég held að allir væru vongóðir að fá Aron Einar en ég bara veit ekki stöðuna á því eins og staðan er núna.. “

Sagði Siggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner