Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   mið 31. júlí 2024 22:26
Kári Snorrason
Úlfur segir vinnubrögð Gunnars galin: Líður eins og maður sé á einhverju skilorði hérna
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er búið að stimpla okkur áður en að leikurinn byrjar. hafsentarnir mínir tveir eru teknir afsíðis í upphitun af dómaranum. Truflar þá í upphitun til að segja við þá að hann sé búinn að heyra úr ýmsum áttum að þeir séu búnir að klípa og toga og hann ætli að gefa þeim rautt ef hann verði vitni af því."

Sagði Úlfur Arnar þjálfari Fjölnis en þeir gerðu markalaust jafntefli við Þrótt R. fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  0 Fjölnir

„Mér finnst þetta galið að dómari sé að trufla tvo unga leikmenn í miðri upphitun og eiginlega hóta þeim. Ég heyri hjá mönnum að þetta sé rætt í einhverjum hlaðvörpum. Ég get sýnt honum og öllum sem vilja myndband af Hassan Jalloh kýla Baldvin í magann í síðasta leik."

Gunnar Sigurðsson aðstoðarmaður Úlfs byrjaði leikinn á gulu spjaldi.

„Við vorum mjög hneykslaðir. Það fer einn úr teyminu og segir hversu galið þetta er og skilaboðin við því er að sá einstaklingur byrji leikinn á gulu spjaldi. Manni líður eins og maður sé á einhverju skilorði hérna."

„Mér fannst við byrja leikinn nokkuð sterkt þó að þeir fái tvö hættuleg færin í byrjun leiks en þá fannst mér við byrja leikinn nokkuð sterkt.
En svo jafnast leikurinn út, ekki að það sé nein afsökun en við erum graslið. Við þurfum að venjast gervigrasinu. Mér fannst við vera ágætir í þessum leik en við þurfum að gera meira sóknarlega til að skora."


Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner