mán 31. ágúst 2020 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 14. umferð: Fyrirliði Leiknis og sóttvarnarfulltrúi KB
Sævar Atli Magnússon (Leiknir R)
Lengjudeildin
Sævar Atli í leik með Leikni.
Sævar Atli í leik með Leikni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikill félagsmaður.
Mikill félagsmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir að hafa farið fyrir sínu liði í 5-1 bursti gegn Keflavík er Sævar Atli Magnússon leikmaður 14. umferðarinnar í Lengjudeildinni að mati Fótbolta.net.

Þetta er í annað sinn í sumar sem Sævar er leikmaður umferðarinnar.

Sjá einnig:
Lið 14. umferðar: Sex fulltrúar frá Leikni R.

„Við vorum eiginlega bara geggjaðir, við vissum að skulduðum góða frammistöðu núna eftir dapra leiki undanfarið," sagði Sævar Atli í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn.

Leiknir er núna í fjórða sæti með 23 stig. „Við erum það góðir í fótbolta að við getum unnið hvert einasta lið í þessari deild."

Í skýrslu sinni frá leiknum í Breiðholtinu skrifaði Anton Freyr Jónsson um Sævar: „Besti maður vallarsins, baráttan og hjartað sem þessi gæi hefur. Skoraði tvö mörk í kvöld og átti þátt í einu. Frábær leikur hjá Sævari."

Þá var rætt um Sævar í Innkastinu í gær. „Ég hef verið hrifinn af Sævari Atla rosalega lengi og mér finnst þetta geggjaður leikmaðrur," sagði íþróttafréttamaðurinn Gunnar Birgisson en Sævar hafði ekki sýnt sínar bestu hliðar í undanförnum leikjum.

„Hann minnti rækilega á sig. Hann og Vuk eru einhvern veginn bara..." sagði Gunnar og tók nafni hans Gunnar Sigurðarson þá við og sagði: „Vuk maður, ég elska þennan dreng."

Elvar Geir Magnússon sagði þá um Sævar: „Hann er svo mikill félagsmaður. Hann er sóttvarnarfulltrúi KB og hann var liðsstjóri hjá þeim í 4. deildinni í dag."

„Það er vísbending um það hvað er í gangi í hausnum á slíkum dreng. Hann er með svo allt svo ógeðslega á hreinu. Það er aðdáunarvert," sagði Gunni samloka.

Þess má geta að Sævar er aðeins tvítugur að aldri og hefur spilað með meistaraflokki Leiknis frá 2015. Hann er fyrirliði liðsins þrátt fyrir ungan aldur.

Umræðuna má hlusta á í heild sinni hér að neðan.

Bestir í fyrri umferðum:
Bestur í 1. umferð: Fred Saraiva (Fram)
Bestur í 2. umferð: Bjarki Þór Viðarsson (Þór)
Bestur í 3. umferð: Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Bestur í 4. umferð: Andri Freyr Jónasson (Afturelding)
Bestur í 5. umferð: Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík)
Bestur í 6. umferð: Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
Bestur í 7. umferð: Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir R.)
Bestur í 8. umferð: Albert Hafsteinsson (Fram)
Bestur í 11. umferð: Joey Gibbs (Keflavík)
Bestur í 12. umferð: Joey Gibbs (Keflavík)
Bestur í 13. umferð: Oliver Heiðarsson (Þróttur R.)
Innkastið - Pepsi Max og Lengjan með Gunna samloku
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner