Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   fim 31. ágúst 2023 20:14
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Hljómar fallega þegar þú segir það
Óskar tolleraður eftir leik
Óskar tolleraður eftir leik
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Blikar eru fyrsta lið í sögu íslenskrar knattspyrnu til að fara í riðlakeppni í Evrópukeppni.

"Það hjómar fallega þegar þú segir það, frábær tilfinning að upplifa þetta hérna fyrir framan alla stuðningsmennina og með leikmönnunum og starfsliðinu og öllum þeim sem hafa lagt mikið í að láta þetta gerast" Sagði Óskar Hrafn í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 FC Struga

"Þetta er bara meiriháttar dagur, þetta er hægara sagt en gert þegar það er svona mikið undir á er erfiðara sagt en gert að halda spennustiginu réttu, hægara sagt en gert að vera hugrakkur að falla ekki niður og okkur var ýtt niður á köflum og eðlilega. Struga eru ekki þarna af einhverri tilviljun, þeir eru ekki að spila upp á að komast í riðlakeppnina því þeir eru lélegt lið. Mér fannst við aldrei leggjast í skotgrafirnar og fara að verja eitthvað sem við áttum ekki þannig ég er bara mjög stoltur af liðinu"

Sá Óskar Hrafn eitthverntímann sér hann myndi vera að þjálfa í riðlakeppni í Evrópu?

"Nei, ég sá ekki einu sinni fyrir mér ég myndi þjálfa í efstu deild þegar ég var með Gróttu 2018, kannski aðeins 2019 en ég hef aldrei mikið verið að pæla í hvað tekur við næst, ég reyni bara að vinna vinnuna mína eins vel og ég get og leyfi öðrum að dæma um það hversu góð hún er en auðvitað er þetta bara búið að vera frábær tími hjá félaginu og ég er þakklátur fyrir það, ég er búinn að vera heppinn með leikmenn, með samstarfsfólk, ég get ekki kvartað Arnar"

Mikið er af leikmönnum í liðinu sem koma í gegnum yngri flokka starfið hjá Breiðablik, er ekki skemmtilegra að gera það þannig?

"Jú ég held það sé hverju liði mikilvægt að það séu leikmenn sem myndi kjarna og búi til kúltúrinn í félagainu, kúltúrinn sem ungu leikmennirnir í framtíðinni ganga inn í þá er það gríðarlega mikilvægt það sé mikið af uppöldnum leikmönnum og það verður raunin hér, menn hafa farið og komið til baka og það er bara frábært fyrir félagið og vonandi heldur það áfram vonandi vinna menn áfram með því að halda kjarnanum saman þannig að Blikakúltúrinn til staðar hjá félaginu"

Viðtalið við Óskar má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en það er töluvert lengra, undirritaður vill koma því á framfæri að það var styttra en vanalega þar sem leikmenn Blika voru búnir að bíða heil-lengi eftir Óskari inn í klefa, undirritaður sýndi því skilning og það kemur meira á næstu dögum.
Athugasemdir
banner