Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 11. júlí 2008 08:30
Hafliði Breiðfjörð
Ákveðnum ummælum Jónasar vísað til aganefndar
Þórir Hákonarson.
Þórir Hákonarson.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ hefur ákveðið að vísa ákveðnum ummælum Jónasar Hallgrímssonar fráfarandi þjálfara 2. deildarliðs Völsungs til aga- og úrskurðarnefndar sambandsins en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í gærkvöld.

Jónas fór mikinn í löngu viðtali við Fótbolta.net á þriðjudag og sagðist hafa tekið ákvörðun um að hætta þjálfun Völsungs vegna dómgæslu sem hans liðið hefur lent í þetta sumarið og áður.

Í kjölfarið komu yfirlýsingar frá meistaraflokksráði Völsungs og KSÍ vegna málsins þar sem ummæli Jónasar voru hörmuð en eftir yfirlýsingu Völsungs ákvað Ásgeir Hólm Agnarsson að hætta í ráðinu þar sem hann var ósammála yfirlýsingunni.

Þetta er í annað sinn í sumar sem Þórir vísar ummælum þjálfara til aga- og úrskurðarnefndar því hann vísaði í lok maí ummælum Guðjóns Þórðarsonar þjálfara ÍA til nefndarinnar og í kjölfarið fékk Guðjón eins leiks bann og knattspyrnudeild ÍA var sektuð um 20 þúsund krónur.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner