Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mið 09. maí 2012 17:10
Elvar Geir Magnússon
Fjolla Shala tvíkjálkabrotnaði en spilaði samt áfram
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fjolla Shala, leikmaður Breiðabliks í Pepsi-deild kvenna, tvíkjálkabrotnaði í úrslitaleik Lengjubikarsins þegar liðið vann Val 3-2 í upphafi mánaðarins.

Þeir lesendur sem hafa séð Fjollu spila vita að þar fer einn allra mesti, ef ekki mesti, harðjaxl kvennaboltans.

Brotnaði hún eftir samstuð við Rakeli Hönnudóttur samherja sinn. Eftir smá aðhlynningu fór Fjolla aftur á völlinn og spilaði í um tuttugu mínútur.

„Andlitið á mér varð tvöfalt. Ég á að vera frá í tvo mánuði eftir þetta en ég bít á jaxlinn og stefni á að vera komin aftur í fótboltaskóna eftir tvær vikur," segir Fjolla.

Fjolla er fædd 1993 og gekk í raðir Breiðabliks í vetur eftir að hafa leikið með Fylki undanfarin ár. Hún á fjölmarga leiki fyrir U17 og U19 landslið Íslands en á myndinni hér til hliðar má sjá hana í landsleik.
Athugasemdir
banner
banner