Silfurskeiðin (Stjarnan)
Annað árið í röð er það Stjarnan sem á bestu stuðningsmenn landsins að mati Fótbolta.net. Silfurskeiðin heldur áfram að lita íslenska fótboltann með skemmtilegri og litríkri framkomu í Pepsi-deildinni.
Haukur Þorsteinsson tók við verðlaunum í dag fyrir hönd Silfurskeiðarinnar.
„Við erum langstærstir og langbestir. Það er alltaf fjör hérna og pabbarnir eru meiraðsegja farnir að taka undir," segir Heimir sem er sáttur við sumarið hjá Stjörnunni.
„Það er erfitt að missa af bikarmeistaratitlinum annað árið í röð en það er gaman að liðið sé komið í Evrópukeppni. Ef við höldum í hópinn og bætum við þá er hægt að gera atlögu að Íslandsmeistaratitlinum á næsta ári."
Silfurskeiðin ætlar að fylgja Stjörnunni í Evrópukeppninni á næsta ári.
„Það er verið að tala um að Bjarni Ben og svona kallar ætli að splæsa," segir Heimir.
Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan. Verðlaunin eru veitt í samstarfi við Ölgerðina.
Sjá einnig:
Silfurskeiðin stuðningsmenn ársins 2012
Athugasemdir























