Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 08. ágúst 2018 11:30
Elvar Geir Magnússon
Lið 14. umferðar í Inkasso: Margir sem skoruðu tvennur
Ásgeir Marteinsson skoraði tvívegis.
Ásgeir Marteinsson skoraði tvívegis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Már Guðjónsson, leikmaður ÍA.
Arnar Már Guðjónsson, leikmaður ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir verslunarmannahelgina var 14. umferð Inkasso-deildarinnar leikin. Ný umferð fer af stað í kvöld svo það er ekki seinna vænna að gera upp umferðina.

Stærsti sigur umferðarinnar var 6-1 sigur Þróttara gegn ÍR í Laugardalnum en Gunnlaugur Jónsson er þjálfari 14. umferðarinnar.

Hreinn Ingi Örnólfsson er í vörninni og í sóknarleiknum má finna Emil Atlason og Aron Þórð Albertsson en þeir síðarnefndu skoruðu tvö mörk hvor.



Hinn 17 ára Vuk Oskar Dimitrijevic hjá Leikni var valinn maður leiksins í 2-2 jafntefli gegn Fram. Spánverjinn Nacho Gil var bestur þegar Þór vann 3-0 sigur gegn Njarðvík.

Þó Jeppe Hansen hafi skorað tvö mörk fyrir ÍA í 3-1 útisigri gegn Haukum eru það Þórður Þorsteinn Þórðarson og Arnar Már Guðjónsson sem eru fulltrúar Skagamanna í úrvalsliðinu.

Ásgeir Marteinsson skoraði bæði mörk HK sem fór á Selfoss og vann 2-1 útisigur. Markvörður HK, Arnar Freyr Ólafsson, kemst einnig í úrvalsliðið.

Þá á Víkingur Ólafsvík tvo fulltrúa eftir 4-1 sigur gegn Magna. Gonzalo Zamorano skoraði tvö mörk í leiknum og Ástbjörn Þórðarson, lánsmaður frá KR, komst einnig á blað.

Fyrri lið umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner