Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
   fös 03. maí 2019 22:22
Brynjar Ingi Erluson
Gulli Gull: Íslenskur fótbolti er bestur í heimi!
Gunnleifur Gunnleifsson í markinu gegn Grindvíkingum en hann er spenntur fyrir næstu leikjum.
Gunnleifur Gunnleifsson í markinu gegn Grindvíkingum en hann er spenntur fyrir næstu leikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður og fyrirliði Breiðabliks, var í skýjunum með dráttinn í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins en liðið mætir HK í Kópavogsslag.

Eins og áður hefur komið fram á Fótbolta.net þá mættust liðin síðast í deildarleik árið 2008 en þau mætast einmitt á morgun í 2. umferð PepsiMax-deildar karla í Kórnum.

Þá var dregið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins í dag en liðin mætast á Kópavogsvelli þann 30. maí. Það verður því mikið fjör næstu vikurnarí Kópavogi.

Gunnleifur ólst upp í HK og lék lengi vel með liðinu en hann er spenntur fyrir leikjunum.

„Naglinn á höfuðið þar. Ég held að allir séu kátir með þetta, bæði Kópavogsbúar, gjaldkerarnir og allur pakkinn. Stutt ferðalag og þetta verður hátíð í bæ," sagði Gunnleifur við Fótbolta.net.

„Á morgun? Ég held að það verði fullt af fólki. Ég held að þeir ætli að bæta við sætum, læti og handboltastemningsfýlingur bara."

„Menn eins og Andri Yeoman eru aldir upp í höllunum og fullt af strákum. Við æfum í Fífunni þannig okkur er alveg sama. Við ætlum að sækja sigur."


Gunnleifur vanmetur HK-liðið ekki þrátt fyrir 2-0 tap gegn FH í fyrstu umferð en Blikarnir hafa byrjað mótið vel og þá vann liðið Magna, 10-1, í síðustu umferð í bikarnum.

„Þeir koma til með að leggja allt í sölurnar. Við sáum þá á móti FH og sýndu fína frammistöðu þar og fullt af fínum leikmönnum þarna og ef við ætlum að vinna þá þurfum við að eiga mjög góðan leik."

„Það var sterkt og runnum hálfpartinn blint í sjóinn á móti Grindavík. Við vissum að það voru margir nýjir en það var góð frammistaða þar og gott að vinna suður frá."

„Það er meiri breidd en oft áður. Ofboðslega hæfileikaríkir ungir strákar. Liðsheildin er góð og margir að keppast um stöðurnar og það er góð uppskrift að einhverju góðu."

„Þetta er geðveikt! Ógeðslega skemmtilegt. Þetta er rómantískt, fallegt og eins líka með bikarinn. Bikarmörkin með bílana út á landi og íslenskur fótbolti er bestur í heimi. Ég er hamingjusamur með þetta,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir