Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   lau 18. maí 2019 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Allegri var rekinn frá Juventus
Mynd: Getty Images
Massimilano Allegri mun víkja úr starfi sem stjóri Juventus eftir tímabilið. Allegri segir að það hafi verið ákvörðun Juventus að slíta samstarfinu.

Juventus tilkynnti í gær að Allegri yrði ekki stjóri liðsins á næsta tímabili.

Allegri hefur verið í fimm ár hjá Juventus og unnið Ítalíumeistaratitilinn öll árin. Alls hefur hann unnið ellefu bikara sem stjóri liðsins.

Tvívegis hefur hann náð að koma liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en það voru vonbrigði á þessu tímabili að ná ekki að komast upp úr 8-liða úrslitum, eftir að hafa keypt Ronaldo síðasta sumar.

„Ég yfirgef sigurhóp sem á möguleika á því að endurtaka góðan árangur á Ítalíu og eiga annað gott tímabil í Meistaradeildinni," sagði Allegri við blaðamenn í dag. „Því miður gátum við ekki farið alla leið á þessu tímabili."

„Við töluðum saman og kynntum okkar hugmyndir um hvað væri best fyrir Juventus og framtíð félagsins. Eftir það ákvað félagið að það væri best að ég væri ekki stjóri liðsins á næsta tímabili."

Þrátt fyrir það segist Allegri skilja við Juventus á góðum nótum.

Allegri á eftir að stýra Juventus í tveimur leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni. Gegn Atalanta heima á morgun og Sampdoria úti.



Athugasemdir
banner
banner