Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   fös 13. september 2019 20:57
Mist Rúnarsdóttir
Guðni Eiríks: Þetta er íþróttasálfræði 103
Kvenaboltinn
FH-ingum gengur illa að tryggja úrvalsdeildarsætið
FH-ingum gengur illa að tryggja úrvalsdeildarsætið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er skólabókardæmi. Íþróttasálfræði 103. Þegar maður reynir að stíga lokaskrefið þá reynist það erfitt og það er bara raunin,“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir 2-2 jafntefli gegn FH. FH-ingum mistókst þannig enn eina ferðina að tryggja sig upp í efstu deild eftir að hafa verið við topp Inkasso-deildarinnar í allt sumar.

Lestu um leikinn: FH 2 -  2 Augnablik

FH-ingar byrjuðu leikinn mjög vel. Komust yfir og virtust hafa fín tök á leiknum. Þeim tókst þó ekki að skora mark númer tvö.

„Mér fannst mark númer tvö liggja í loftinu. Við fengum tækifæri en hrós á Telmu, markvörð Augnabliks. Hún varði virkilega vel og hélt þeim á floti í raun og veru. Við hefðum getað gert 2-3 mörk í fyrri hálfleik,“ sagði Guðni en FH-liðið náði sér svo alls ekki á strik í seinni hálfleik.

„Þær voru greinilega bara mjög tensaðar á því. Þær voru ólíkar sjálfum sér og þegar allt kemur til alls þá áttum við ekkert meira skilið úr þessum leik. Það er bara þannig.“

Það leit allt út fyrir að Augnablik myndi taka stigin þrjú en það kom loksins líf í FH-inga á lokamínútunum og Birta Georgsdóttir náði að skora jöfnunarmark í uppbótartíma.

„Það þýðir það að jafntefli dugar okkur í næsta leik. Það er gott og það er gott að skora. Gott að ná þó allavega marki í seinni hálfleik en eins og ég sagði við þær eftir leik þá áttum við ekki skilið að vinna þennan leik,“ sagði Guðni.

FH mætir Aftureldingu í Mosfellsbænum í lokaumferð mótsins og þá er að duga eða drepast.

„Það er bara þannig að ef að FH-liðið fellur á því prófi þá á það ekki skilið að fara upp. Svo einfalt er það,“ sagði Guðni að lokum en hægt er að horfa á allt viðtalið við hann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner