Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 13. september 2019 20:57
Mist Rúnarsdóttir
Guðni Eiríks: Þetta er íþróttasálfræði 103
Kvenaboltinn
FH-ingum gengur illa að tryggja úrvalsdeildarsætið
FH-ingum gengur illa að tryggja úrvalsdeildarsætið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er skólabókardæmi. Íþróttasálfræði 103. Þegar maður reynir að stíga lokaskrefið þá reynist það erfitt og það er bara raunin,“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir 2-2 jafntefli gegn FH. FH-ingum mistókst þannig enn eina ferðina að tryggja sig upp í efstu deild eftir að hafa verið við topp Inkasso-deildarinnar í allt sumar.

Lestu um leikinn: FH 2 -  2 Augnablik

FH-ingar byrjuðu leikinn mjög vel. Komust yfir og virtust hafa fín tök á leiknum. Þeim tókst þó ekki að skora mark númer tvö.

„Mér fannst mark númer tvö liggja í loftinu. Við fengum tækifæri en hrós á Telmu, markvörð Augnabliks. Hún varði virkilega vel og hélt þeim á floti í raun og veru. Við hefðum getað gert 2-3 mörk í fyrri hálfleik,“ sagði Guðni en FH-liðið náði sér svo alls ekki á strik í seinni hálfleik.

„Þær voru greinilega bara mjög tensaðar á því. Þær voru ólíkar sjálfum sér og þegar allt kemur til alls þá áttum við ekkert meira skilið úr þessum leik. Það er bara þannig.“

Það leit allt út fyrir að Augnablik myndi taka stigin þrjú en það kom loksins líf í FH-inga á lokamínútunum og Birta Georgsdóttir náði að skora jöfnunarmark í uppbótartíma.

„Það þýðir það að jafntefli dugar okkur í næsta leik. Það er gott og það er gott að skora. Gott að ná þó allavega marki í seinni hálfleik en eins og ég sagði við þær eftir leik þá áttum við ekki skilið að vinna þennan leik,“ sagði Guðni.

FH mætir Aftureldingu í Mosfellsbænum í lokaumferð mótsins og þá er að duga eða drepast.

„Það er bara þannig að ef að FH-liðið fellur á því prófi þá á það ekki skilið að fara upp. Svo einfalt er það,“ sagði Guðni að lokum en hægt er að horfa á allt viðtalið við hann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner