Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 10. október 2019 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
U21 vann Frakkland - Laporte, Mendy, Coman og fleiri góðir
Icelandair
Sigrinum á Frakklandi fagnað.
Sigrinum á Frakklandi fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var vel fagnað.
Það var vel fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörtur Hermannsson.
Hjörtur Hermannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Laporte var í liðinu hjá Frakklandi og skoraði. Hann er í dag einn besti miðvörður ensku úrvalsdeildarinnar.
Laporte var í liðinu hjá Frakklandi og skoraði. Hann er í dag einn besti miðvörður ensku úrvalsdeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Kingsley Coman var í byrjunarliði Frakklands. Hér er hann í leik gegn Íslandi á EM 2016.
Kingsley Coman var í byrjunarliði Frakklands. Hér er hann í leik gegn Íslandi á EM 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Sigurjónsson skoraði tvennu fyrir Ísland. Hann var einnig fyrirliði í leiknum.
Oliver Sigurjónsson skoraði tvennu fyrir Ísland. Hann var einnig fyrirliði í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ísland mætir á morgun ríkjandi Heimsmeisturum Frakklands í undankeppni EM 2020. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli annað kvöld.

Ísland hefur aldrei unnið Frakkland í leik hjá A-landsliðum,en það hefur svo sannarlega gerst í U21 landsleik.

Á Kópavogsvelli árið 2015 mættust Ísland og Frakkland í leik sem Ísland vann með þremur mörkum gegn tveimur, 3-2. Leikurinn var í undankeppni EM 2017.

Paul Nardi, markvörður Frakklands í leiknum, fékk að líta rauða spjaldið eftir aðeins sjö mínútur og fékk Ísland víti. Oliver Sigurjónsson fór á punktinn og varði varamarkvörður Frakka frá honum, hann var hins vegar fljótur að átta sig, náði frákastinu og skoraði.

Frakkar voru með sterkt lið í leiknum og jafnaði Aymeric Laporte, sem er í dag einn besti miðvörður ensku úrvalsdeildarinnar, stuttu fyrir leikhlé.

Á 47. mínútu kom Hjörtur Hermannsson Íslendingum aftur yfir þegar hann skoraði eftir hornspyrnu. Ísland fékk svo annað víti á 84. mínútu, Oliver steig aftur á punktinn og í þetta skiptið skoraði hann.

Grejohn Kyei minnkaði muninn fyrir Frakkland áður en flautað var til leiksloka, en það var of lítið og alltof seint.

Alexander Freyr Einarsson lýsti leiknum í beinni textalýsingu fyrir Fótbolta.net og var ánægður þegar flautað var til leiksloka.

„LEIKNUM ER LOKIÐ MEÐ STÓRKOSTLEGUM 3-2 SIGRI ÍSLENDINGA GEGN FRAKKLANDI!!!! FRÁBÆR SIGUR, FRÁBÆR SIGUR!!! STÆRSTI SIGUR U21 LANDSLIÐSINS SÍÐAN VIÐ LÖGÐUM ÞÝSKALAND HÉR HEIMA LEYFI ÉG MÉR AÐ SEGJA!! DÁSAMLEGT, DÁSAMLEGT, DÁSAMLEGT!!! ÍSLENSKA FÓTBOLTAÆVINTÝRIÐ HELDUR ÁFRAM!!!" skrifaði hann.

Ísland lenti í þriðja sæti í riðlinum og Frakkland í öðru sæti. Hvorugt liðið fór á lokamótið.

Hvaða leikmenn voru í þessum liðum?
Frakkar komu hingað með sterkt lið árið 2015. Frábærir leikmenn á borð við Benjamin Mendy, Laporte, Adrien Rabiot og Kingsley Coman voru í byrjunarliðinu.

Förum yfir liðin úr leiknum árið 2015 og með hvaða liðum leikmennirnir spila í dag.

Byrjunarlið Íslands:
1. Frederik Albrecht Schram - Lyngby í Danmörku
2. Adam Örn Arnarson - Górnik Zabrze í Póllandi
3. Oliver Sigurjónsson - Bodø/Glimt í Noregi
4. Orri Sigurður Ómarsson - Valur
5. Hjörtur Hermannsson - Bröndby í Danmörku
6. Böðvar Böðvarsson - Jagiellonia Bialystok í Póllandi
7. Höskuldur Gunnlaugsson - Breiðablik (á láni frá Halmstad)
8. Sindri Björnsson - ÍBV (á láni frá Val)
9. Elías Már Ómarsson - Excelsior í Hollandi
10. Aron Elís Þrándarson - Álasund í Noregi
11. Ævar Ingi Jóhannesson - Stjarnan

varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson - Breiðablik
14. Viktor Jónsson - ÍA
15. Heiðar Ægisson - Stjarnan
16. Kristján Flóki Finnbogason - KR
17. Daníel Leó Grétarsson - Álasund

Byrjunarlið Frakklands:
1. Paul Nardi - Lorient í Frakklandi
2. Antoine Conte - Beitar Jerusalem í Ísrael
3. Benjamin Mendy - Manchester City á Englandi
4. Aymeric Laporte - Manchester City á Englandi
6. Adrien Rabiot - Juventus á Ítalíu
7. Jean Corentin - Toulouse í Frakklandi
9. Sébastien Haller - West Ham á Englandi
11. Kingsley Coman - Bayern í Þýskalandi
12. Thomas Lemar - Atletico Madrid á Spáni
13. Tiemoue Bakayoko - Mónakó í Frakklandi
20. Presnel Kimpembe - PSG í Frakklandi

varamenn:
16. Mouez Hassen - Nice í Frakklandi
5. Clément Lenglet - Barcelona á Spáni
10. Lenny Nangis - Sarpsborg í Noregi
18. Grejohn Kyei - Servette í Sviss
19. Jordan Amavi - Marseille í Frakklandi
21. Benjamin Pavard - Bayern í Þýskalandi
22. Rémi Walter - Nice í Frakklandi

Eins og sést þá eru þarna leikmenn sem hafa náð mislangt.

Hjá Íslandi er einn leikmaður úr liðinu sem vann Frakkland í U21 í hópnum sem mætir Frakklandi á morgun. Það er varnarmaðurinn Hjörtur Hermannsson.

Hjá Frakklandi eru fjórir í hópnum á morgun sem voru í hópnum gegn U21 árið 2015, þar af voru tveir á bekknum í U21 leiknum og komu ekkert við sögu. Það eru Pavard og Lenglet. Hinir tveir eru Lemar og Kimpembe, sem voru í byrjunarliðinu á Kópavogsvelli.

Hvað var sagt eftir leikinn?
Aymeric Laporte: „Ég tel að ef við hefðum verið ellefu allan leikinn hefðum við náð mjög góðum úrslitum. Við spiluðum 10 gegn 11 og það var eina vandamálið, einstaklingslega séð tel ég að hver einasti leikmaður franska liðsins sé miklu betri en leikmenn Íslands og það er í raun það eina sem ég hef að segja."

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari Íslands: „Þetta er stórkostlegt lið Frakka og þarna sýna strákarnir hvers þeir eru megnugir. Þeir eru á réttri leið og þeir ætla sér langt og menn hafa trú á þeim núna."

Aron Elís Þrándarson: „Ég efast um að þeir hafi komið til Íslands og haldið að þeir væru að fara að tapa. Ég held að þeir séu smá sjokkeraðir en okkur er drullusama."

Oliver Sigurjónsson: „Ég er nógu klikkaður til að vita að ég skora alltaf úr vítum, þó ég hafi klúðrað mínu fyrsta þarna. En ég var alltaf að fara að skora úr seinna, ég vissi það alveg."

Hjörtur Hermannsson: „Þeir eru með góða leikmenn en það erum við líka, við erum með frábært lið. Ég sagði við þig fyrir leik að ég hef ekki enn tapað á móti Frökkum og ég lofaði þér að ég ætlaði ekki að gera það í dag. Og ég sagði að ég ætlaði að gera enn betur, og það er það sem við gerðum, allir sem einn. Við gerðum þetta saman sem lið, þetta var ekki fallegt en þetta hafðist að lokum og þetta eru þrjú stigin sem telja."

Viðtalið við Laporte.

Viðtalið við Eyjólf.

Viðtalið við Aron Elís.

Viðtalið við Oliver.

Viðtalið við Hjört.

Textalýsingin og mörkin
Smelltu hér til að lesa textalýsinguna frá leiknum á Kópavogsvelli árið 2015.

Mörkin úr leiknum má sjá á vef Vísis og hér að neðan.

Nú er það bara að vonast eftir eins góðum leik hjá Íslandi á morgun!

Athugasemdir
banner
banner
banner