Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
banner
   fös 11. október 2019 21:56
Baldvin Már Borgarsson
Arnór Sig: Ég er að þroskast
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson var að vonum svekktur með 1-0 tap gegn Frökkum fyrr í kvöld. Frakkar voru í vandræðum með að brjóta vörn Íslands á bak aftur þangað til að Ari Freyr fékk dæmda á sig klaufalega vítaspyrnu.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  1 Frakkland

Þú hlýtur að vera svekktur eftir þetta tap?

„Já við erum öll sammála um það að þetta er gríðarlega svekkjandi að fá svona víti í andlitið og 1-0 þar sem við vorum búnir að vera þéttir og þeir voru varla búnir að opna okkur.''

Fannst þér þetta vera víti?

„Við erum búnir að skoða þetta aðeins og þetta er mjög soft, hann sparkar aðeins í höndina á honum en Griezmann hendir sér í jörðina tveimur metrum eftir það, þetta er svona svolítið svekkjandi.''

Áttu von á því að þú farir að fá stærra hlutverk í landsliðinu?

„Já ég er að þroskast bæði sem leikmaður og manneskja, ég bara tek því hlutverki sem mér er úthlutað og ég verð bara að halda áfram að gera það sem ég geri vel og laga það sem ég þarf að laga.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Arnór meðal annars uppleggið í leiknum og hvernig það er að spila gegn stærstu stjörnum heimsins.
Athugasemdir
banner
banner