Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 16. október 2019 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Henderson: Vildum kvelja stuðningsmenn Búlgaríu
Jordan Henderson ræðir við fjórða dómarann
Jordan Henderson ræðir við fjórða dómarann
Mynd: Getty Images
Jordan Henderson, leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, segir að leikmenn hafi viljað kvelja stuðningsmenn Búlgaríu með því að skora fleiri mörk.

Mikil umræða hefur skapast í kringum 6-0 sigur Englands á Búlgaríu en fjölmargir leikmenn enska liðsins voru beittir kynþáttaníði af hálfu stuðningsmanna Búlgaríu.

Leikurinn var stöðvaður í tvígang og þá reyndi Ivelin Popov, fyrirliði Búlgaríu, að ræða við stuðningsmennina og biðja þá vinsamlegast um að hætta.

Formaður búlgarska knattspyrnusambandsins sagði af sér í gær í kjölfarið.

„Þetta var viðbjóður. Þetta á ekki að vera að gerast og það þarf að gera eitthvað í þessu. Mér fannst strákarnir svara þessu frábærlega og ef ég var reiður þá hafa þeir örugglega verið reiðir yfir þessu líka," sagði Henderson.

„Við leyfðum fótboltanum að tala. Skilaboðin inn í klefa voru í þá áttina að við vildum fara út í seinni hálfleikinn og kvelja stuðningsmennina og liðið og við gerðum það," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner