Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 01. febrúar 2023 09:10
Elvar Geir Magnússon
Man City planar að kaupa Maddison næsta sumar
Powerade
James Maddison til City?
James Maddison til City?
Mynd: Getty Images
Andre Ayew til Everton?
Andre Ayew til Everton?
Mynd: Getty Images
Það er búið að loka glugganum en slúðrið fer samt ekki í neitt frí. Maddison, Maguire, Barella, Ayew, Ziyech, Skriniar og fleiri í slúðurpakkanum í dag. Allt í boði Powerade.

Manchester City planar að kaupa enska miðjumanninn James Maddison (26) frá Leicester í sumar. (Mail)

Lán til Inter vart aldrei möguleiki fyrir Harry Maguire (29) sem verður á Old Trafford út tímabilið hið minnsta. (Fabrizio Romano)

Chelsea spurði Inter hvort ítalski miðjumaðurinn Nicolo Barella (25) væri falur en ítalska félagið var ekki tilbúið að láta hann fara. (Tuttomercatoweb)

Paris St-Germain mun áfrýja því að félaginu hafi mistekist að fá marokkóska vængmanninn Hakim Ziych (29) frá Chelsea. Félögin undirrituðu samninga en þeir voru ekki skráðir á réttum tíma. (Fabrizio Romano)

Leikmannahópur Everton veiktist í janúarglugganum en félagið vinnur nú að því að fá Andre Ayew (33), fyrrum framherja Swansea og West Ham. Samningi hans við Al Sadd í Katar var rift og þar sem hann er án félags er hann fáanlegur utan glugga. (Guardian)

Guiseppe Marotta, framkvæmdastjóri Inter, segir að slóvakíski varnarmaðurinn Milan Skriniar (27) útiloki að skrifa undir nýjan samninbg og yfirgefi félagið í sumar. Fastlegar er búist við því að hann fari til PSG. (Sport Mediaset)

AC Milan segir ekkert til í þeim sögusögnum að viðræður við portúgalska framherjann Rafael Leao (23) um nýjan samning hafi siglt í strand. Viðræður séu enn í gangi. (Football Italia)

Barcelona reyndi að fá marokkóska miðjumanninn Sofyan Amrabat (26) frá Fiorentina á lánssamningi með ákvæði sem skyldaði framtíðarkaup. Ítalska félagið hafnaði tilboðinu. (Sport)

Inter reyndi að nálgast Benjamin Pavard (26) undir lok gluggans en Bayern München sagði nei. (L'Equipe)
Athugasemdir
banner
banner