Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   fös 01. mars 2019 22:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Gunnlaugs: Æfingaleikir eru æfingaleikir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var í viðtali eftir leik liðsins gegn Gróttu í kvöld. Víkingur vann leikinn 3-2. Arnar var meðal annars spurður út í leikinn, undirbúningstímabilið og tapið gegn Kórdrengjum, leikmannastyrkingar og markmið fyrir komandi leiktíð.

„Við nýttum færinn gífurlega illa, hefðum átt að vera komnir í 10-1 held ég í fyrri hálfleik miðað við dauðafærin sem við fengum," sagði Arnar.

„Dómarinn hleypti þessu upp í tóma vitleysu hér í seinni hálfleik. Ég hef séð marga leikina og þetta var ein mesta þvæla sem ég hef séð."

„Það var vitað mál að það yrðu mörg færi í þessum leik. Bæði lið sem að spila og pressa hátt. Það gengur ekkert að spila svona gegn toppliðum landsins en þetta var fín æfing fyrir strákana"

„Æfingaleikir eru æfingleikir, það er nú bara eins og það er. Heilt yfir í mótunum hefur gengið vel fyrir utan kannski leikinn gegn Blikunum. Það má ekki gleyma því að þú ert að spila fullt af ungum leikmönnum sem sumir eru að stíga sín fyrstu spor."

„Við þurfum tvo til þrjá leikmenn til að hjálpa hópnum sem fyrir er. Þú reynir að vinna hvern einasta leik og trúa á þitt 'konsept'"


Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner