Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 01. mars 2021 22:05
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikar kvenna: Valur skoraði átta gegn Keflavík
Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði þrennu fyrir Val
Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði þrennu fyrir Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 8 - 0 Keflavík
1-0 Ásdís Karen Halldórsdóttir ('28 )
2-0 Dóra María Lárusdóttir ('31 )
3-0 Mary Alice Vignola ('38 )
4-0 Ásdís Karen Halldórsdóttir ('66 )
5-0 Katla Tryggvadóttir ('75 )
6-0 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('77 )
7-0 Elín Metta Jensen ('86 )
8-0 Ásdís Karen Halldórsdóttir ('90 )

Valur kjöldró Keflavík 8-0 í A-deild í Lengjubikar kvenna á Origo-vellinum í kvöld. Ásdís Karen Halldórsdóttir gerði þrennu fyrir Val.

Þetta var annar leikur beggja liða í bikarnum en Valsliðið vann Reykjavíkurmótið á dögunum og hélt liðið uppteknum hætti með því að ná í frábæran sigur í kvöld. Valur vann ÍBV með sömu markatölu í síðasta leik í Lengjubikarnum á meðan Keflavík vann Selfoss 8-2.

Ásdís kom Val á bragðið á 28. mínútu áður en Dóra María Lárusdóttir og Mary Alice Vignola bættu við tveimur mörkum áður en fyrri hálfleikurinn var flautaður af. Ásdís gerði annað mark sitt á 66. mínútu.

Katla Tryggvadóttir og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir komu báðar inná sem varamenn í síðari hálfleik og tókst þeim báðum að skora á tveggja mínútuna kafla áður en Elín Metta jensen gerði sjöunda markið. Ásdís Karen fullkomnaði síðan þrennu sína í uppbótartíma.

8-0 sigur Vals staðreynd og þrjú stig í hús fyrir Reykjavíkurmeistarana sem eru nú með 6 stig en næsti leikur liðsins er gegn KR á föstudag á meðan Keflavík, sem er með 3 stig, mætir ÍBV á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner