Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   fös 01. júlí 2022 22:06
Anton Freyr Jónsson
Arnar Gunnlaugs: Þýðir ekki að mæta á þennan völl og vera svona soft
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mjög vel. Þeir herjuðu á okkur, þeir herjuðu heldur betur á okkur í byrjun leiks. Fyrstu 20-25 voru þeir gríðarlega sterkir og við vorum heppnir að vera ekki 1-0 undir, við vorum alltof soft á þessum tímapunkti og það kann aldrei góðri lukku að stýra á móti þessu liði. Eftir vítið fannst mér svona við taka yfir og seinni hálfleikurinn var virkilega öflug frammistaða þar sem við sýndum allar okkur bestu hliðar, bæði í varnarleik og sóknarleik." voru fyrstu viðbrögð Arnars Gunnlaugssonar þjálfara Víkinga eftir góðan 3-0 sigur á KR á Meistaravöllum.


Lestu um leikinn: KR 0 -  3 Víkingur R.

KR byrjaði leikinn betur fyrstu 25 mínútur leiksins en síðan komust Víkingar inn í leikinn og komumst yfir þegar Nikolaj Hansen skoraði af vítapunktinum. Seinni hálfleikurinn hjá Víkingum var frábær og var Arnar spurður hvað hann hafi rætt við sína stráka í hálfleik.

„Ég sagði bara við þá á tæri Íslensku, íslenska 101. Það þýðir ekki að mæta á þennan völl og vera svona soft eins og við vorum í fyrri hálfleik. Ákveðnir aðilar áttu inni góða frammistöðu í seinni hálfleik. Pablo var stórkostlegur í seinni hálfleik og fleiri aðilar. Stundum þarf bara að fá spark í rassgatið og það á ekki að þurfa þegar þú mætir á þennan völl og svona mikilvægur leikur undir."

„Stundum fer hausinn á leikmönnum eitthvað allt annað, menn voru komnir aðeins frammúr sér og kannski komnir í sólina í Svíþjóð en það átti eftir að klára þennan leik og við gerðum það með stæl."

Leikurinn í kvöld var mikið stopp og mikið af brotum út á velli og var Arnar Gunnlaugsson spurður út í hvort leikurinn hefði ekki mátt fljóta meira.

„Það er gaman að það sé hiti og læti. Þetta er mjög erfiður leikur fyrir dómara að dæma. Þetta er bara saga á milli þessara liða síðustu tvö-þrjú ár og hélt svo sannarlega áfram í dag. Það var ágætis flæði inn á milli en það voru stórar ákvarðanir sem fengu að sleppa. Mér fannst þetta mjög skemmtilegur leikur þannig séð, það voru gæði í fótboltanum inn á milli en fyrst og fremst var hann skemmtilegur því það var tel tekist á."


Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner