Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 01. ágúst 2020 15:41
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Arsenal og Chelsea: Kante á bekknum
Mynd: Getty Images
Arsenal og Chelsea mætast í úrslitaleik enska bikarsins í dag og hafa tilkynnt byrjunarlið sín fyrir viðureignina.

Mikel Arteta teflir fram hefðbundnu liði þar sem Ainsley Maitland-Niles byrjar á kantinum í stað Bukayo Saka sem er á bekknum.

Granit Xhaka og Dani Ceballos eru saman á miðjunni á meðan Nicolas Pepe, Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette mynda öfluga sóknarlínu.

David Luiz byrjar við hlið Rob Holding í hjarta varnarinnar og halda þeir Sokratis Papastathopoulos á bekknum.

Í liði Chelsea er Willy Caballero áfram á milli stanganna. Frank Lampard teflir fram þriggja manna varnarlínu með Reece James og Marcos Alonso sem vængbakverði.

N'Golo Kante er tæpur og byrjar á bekknum en Willian er ekki í hóp vegna meiðsla. Búist var við að Willian yrði í hóp og að Kante myndi byrja en ljóst að Lampard ætlar ekki að taka áhættur með sína menn.

Olivier Giroud byrjar fremstur gegn sínum gömlu félögum. Giroud á ríka sögu að baki á Wembley og hefur verið í miklu stuði með Chelsea eftir Covid pásu.

Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Arsenal: Martinez, Bellerin, David Luiz, Holding, Tierney, Xhaka, Ceballos, Maitland-Niles, Lacazette, Pepe, Aubameyang
Varamenn: Macey, Sokratis, Kolasinac, Torreira, Smith, Willock, Nelson, Saka, Nketiah

Chelsea: Caballero, James, Azpilicueta, Zouma, Rüdiger, Alonso, Jorginho, Kovacic, Mount, Pulisic, Giroud
Varamenn: Kepa, Christensen, Tomori, Emerson, Kante, Barkley, Hudson-Odoi, Pedro, Abraham
Athugasemdir
banner
banner
banner