Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
   fim 01. október 2020 20:58
Arnar Laufdal Arnarsson
Addi Grétars: Lífið heldur áfram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld mættust Breiðablik og KA í Pepsi-Max deild karla þar sem leikar enduðu með 1-1 jafntefli eftir mörk frá Sveini Margeiri Haukssyni og Viktori Karli Einarssyni.

"Ég held að maður geti verið sáttur með að fara með eitt stig héðan úr Kópavoginum, ég hugsa þetta sé allavega einn erfiðasti útivöllurinn að koma á, ég held nánast í öllum leikjunum hjá Breiðablik þá hafa þeir stjórnað ferðinni og mikið með boltann en það er ekki aðalatrliðið, aðalatriðið er að skapa sér færi og skora mörk og fá ekki á sig færi, mér fannst upplagið ganga upp og við vorum að skapa okkur nokkur fín færi og hefðum með smá lukku getað sett annað, mér fannst þeir ekki skapa sér mörg dauðafæri, jújú klafs og boltinn að detta í teignum og annað en sáttur með spilamennskuna hjá liðinu" Sagði Arnar Grétarsson þjálfari KA í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 KA

Horfði Arnar á þennan leik sem hefndarför í Kópavoginn eftir að hafa verið rekinn frá Blikum árið 2017?

"Nei, hefði ég komið hérna fimm mánuðum eða einu ári eftir að hafa verið rekinn þá hefði þetta kannski verið hugsað þannig en það er bara löngu búið og gleymt og maður er ekkert að velta sér upp úr því það þýðir ekkert, lífið heldur áfram"

Er komin skýrari sýn á hvort Arnar verði áfram með KA eftir tímabilið?

"Við erum í rauninni ekki búnir að setjast niður eins og við töluðum um en ég held ég sé búinn að segja þetta í tví eða þrígang að ég á bara von á því að það fer að gerast fljótlega, að við setjumst niður og ræðum hlutina, ég á ekki von á öðru"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner