Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   lau 01. október 2022 20:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ingvar: Vildi bæta 30 mínútum í viðbót í lappirnar á strákunum
Bikarnum fagnað.
Bikarnum fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ingvar og Þórður Ingason.
Ingvar og Þórður Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Það er alltaf jafngaman að vinna titil. Mér fannst við spila frábæran leik í dag," sagði Ingvar Jónsson, markvörður Víkinga, eftir sigur gegn FH í úrslitaleik Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Víkingur R.

„Ég hafði litlar áhyggjur af þessu. Mér fannst þessi leikur svipaður og maður bjóst við. FH er með frábæra leikmenn innan hópsins þó það hafi gengið illa hjá þeim í sumar. Maður vissi að þeir myndu eiga sín augnablik og gætu verið hættulegir."

Ingvar ánægður með spilamennskuna hjá Víkingum en hefði viljað sjá liðið nýta sín færi betur.

Ingvar gerði sjálfsmark þegar FH jafnaði undir lokin. Það var frekar klaufalegt mark.

„Þetta var klaufalegt. Boltinn er að koma fyrir og rekst í tána á einhverjum, hann spinnast undir mig. Mér finnst við ekki hafa spilað nægilega mikið af mínútum í sumar þannig að ég vildi bæta 30 mínútum í viðbót í lappirnar á strákunum," sagði Ingvar léttur um markið.

Víkingar skoruðu snemma í framlengingunni og tryggðu sér sigurinn.

„Það var svo mikil orka í okkur að ég hafði eiginlega engar áhyggjur. Mér fannst FH-ingarnir orðnir miklu þreyttari. Ég vil hrósa FH, þeir voru frábærir líka."

Af hverju eru Víkingar svona mikið bikarlið?

„Ætli það sé ekki bara þjálfarinn? Hvernig hann leggur þetta upp; hann gírar menn vel upp sama hvort það sé á móti Haukum á Ásvöllum eða í bikarúrslitaleiknum. Hann lagði þennan leik mjög vel upp. Hann fær stemninguna í menn," sagði Ingvar um Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkinga.

„Það verða einhver fagnaðarlæti en það eru bara fjórir dagar í næsta leik. Menn leyfa sér aðeins að fagna."

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir