Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
   lau 01. október 2022 20:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ingvar: Vildi bæta 30 mínútum í viðbót í lappirnar á strákunum
Bikarnum fagnað.
Bikarnum fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ingvar og Þórður Ingason.
Ingvar og Þórður Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Það er alltaf jafngaman að vinna titil. Mér fannst við spila frábæran leik í dag," sagði Ingvar Jónsson, markvörður Víkinga, eftir sigur gegn FH í úrslitaleik Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Víkingur R.

„Ég hafði litlar áhyggjur af þessu. Mér fannst þessi leikur svipaður og maður bjóst við. FH er með frábæra leikmenn innan hópsins þó það hafi gengið illa hjá þeim í sumar. Maður vissi að þeir myndu eiga sín augnablik og gætu verið hættulegir."

Ingvar ánægður með spilamennskuna hjá Víkingum en hefði viljað sjá liðið nýta sín færi betur.

Ingvar gerði sjálfsmark þegar FH jafnaði undir lokin. Það var frekar klaufalegt mark.

„Þetta var klaufalegt. Boltinn er að koma fyrir og rekst í tána á einhverjum, hann spinnast undir mig. Mér finnst við ekki hafa spilað nægilega mikið af mínútum í sumar þannig að ég vildi bæta 30 mínútum í viðbót í lappirnar á strákunum," sagði Ingvar léttur um markið.

Víkingar skoruðu snemma í framlengingunni og tryggðu sér sigurinn.

„Það var svo mikil orka í okkur að ég hafði eiginlega engar áhyggjur. Mér fannst FH-ingarnir orðnir miklu þreyttari. Ég vil hrósa FH, þeir voru frábærir líka."

Af hverju eru Víkingar svona mikið bikarlið?

„Ætli það sé ekki bara þjálfarinn? Hvernig hann leggur þetta upp; hann gírar menn vel upp sama hvort það sé á móti Haukum á Ásvöllum eða í bikarúrslitaleiknum. Hann lagði þennan leik mjög vel upp. Hann fær stemninguna í menn," sagði Ingvar um Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkinga.

„Það verða einhver fagnaðarlæti en það eru bara fjórir dagar í næsta leik. Menn leyfa sér aðeins að fagna."

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner