Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 01. desember 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Robertson bendir á atvik sem VAR dæmdi ekki á
Mynd: Getty Images
Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, er ósáttur við að ekki sé meiri stöðugleiki í ákvörðunum hjá VAR dómurum á Englandi. Robertson fékk á sig vítaspyrnu undir lokin í 1-1 jafnteflinu gegn Brighton um helgina eftir að Stuart Attwell, dómari leiksins, fór í VAR skjáinn.

„Þegar VAR kom til sögunnar þá héldum við að það yrði ekkert grátt svæði heldur yrði þetta allt svart á hvítu. Við erum ekki þar núna," sagði Robertson.

„Það þarf að bæta þetta mikið. Við vissum að við yrðum að sýna þolinmæði með VAR og þetta yrði ekki fullkomið á einni nóttu en við erum núna búin að vera með þetta í 18 mánuði og það er ennþá verið að gera sömu mistökin."

„Á laugardaginn....ef að reglurnar og dómarinn segja að þetta sé víti þá er það ekkert vandamál fyrir mig. Ég horfði líka á leikina á sunnudag og þá voru tvö svipuð brot á Marcus Rashford og Adama Traore sem var ekki refsað fyrir. Þetta var mjög líkt því sem ég gerði við Danny Welbeck og hvorugt var víti á meðan þetta var víti hjá mér."

„Að mínu mati eiga öll þrjú atvikin að vera vítaspyrnur eða ekki. Það er pirrandi fyrir lið að sjá sumar ákvarðanir falla gegn þeim í leikjum þegar mjög svipuð atvik gera það ekki."

„Við erum bara að leita að stöðugleika. Við höfðum trú á því að fá það með VAR en kannski er það ekki þannig núna. Vonandi kemur þetta með tímanum því það er eitthvað sem sárvantar."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner