banner
   mið 01. desember 2021 11:00
Elvar Geir Magnússon
Arteta: Auba kemur með meira að borðinu
Pierre-Emerick Aubameyang.
Pierre-Emerick Aubameyang.
Mynd: EPA
Mikel Arteta.
Mikel Arteta.
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta stjóri Arsenal kom Pierre-Emerick Aubameyang til varnar á fréttamannafundi í dag og segir að sóknarmaðurinn komi með meira til borðsins en bara mörk.

Aubameyang hefur ekki skorað í fjórum síðustu leikjum og klúðraði færi fyrir opnu marki gegn Newcastle um síðustu helgi.

„Gengi Auba mun alltaf markast af mörkum sem hann skorar en hann hefur marga aðra eiginleika en bara að geta skorað. Augljóslega þurfum við samt það framlag því mörk eru lykilatriði í að ná árangri," segir Arteta.

„Hann er að gera margt rétt og það verður að vera hans markmið að halda því áfram en á réttum augnablikum koma svo boltanum í netið."

Spurning hvort Aubameyang verði á skotskónum annað kvöld þegar Arsenal heimsækir Manchester United?

Reiknar með rólegum janúarglugga
Arsenal er í baráttu um sæti í Meistaradeildinni. Arteta býst ekki við því að félagið geri mikið í janúarglugganum. Hann segir þó að félagið sé klárt í að bregðast hratt við ef réttu kostirnir bjóðast.

„Við erum að fara yfir málin. Við ræðum þetta í hverri viku, hvernig hægt sé að bæta liðið og hvað gæti gerst í janúarglugganum sem gæti haft áhrif á hópinn," segir Arteta.

„Það er óvissa með ákveðna leikmenn okkar næsta sumar svo við verðum að vera viðbúnir því sem gerist í janúar og því sem gerist í sumar. Við búumst ekki við því að neitt stórt verði gert en við erum á tánum ef tækifæri bjóðast á að styrkja liðið."

„Við þurfum að vera undirbúnir undir það sem getur gerst. Meiðsli geta komið upp á þessum tímapunkti og þú þarft að vera undirbúin og skipulagður."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner