Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
banner
   lau 02. febrúar 2013 17:23
Brynjar Ingi Erluson
Sverrir Ingi: Vonandi fyrsti titill af mörgum í ár
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi Ingason, leikmaður Breiðabliks, var að vonum ánægður með sigur liðsins í Fótbolta.net mótinu í dag, en liðið lagði Keflavík með þremur mörkum gegn engu í Kórnum í dag.

Viggó Kristjánsson kom Blikum yfir áður en Andri Fannar Freysson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í síðari hálfleik. Ósvald Jarl Traustason bætti svo við þriðja markinu undir lok leiksins.

Breiðablik fékk einungis á sig eitt mark á mótinu og vann þá alla sína leiki, en Sverrir segir að stefnan sé að berjast um alla titla á þessari leiktíð.

,,Að sjálfsögðu. Við förum inn í öll mót til þess að vinna þau og þetta var bara vonandi fyrsti titill af mörgum í ár," sagði Sverrir.

,,Þetta var hörkuleikur og við vissum að Keflvíkingar væru með sprækt lið og þeir héldu í okkur út í enda. Við náðum að setja þetta mark og náum svolítið eftir það að stjórna leiknum."

,,Þeir fara upp og pressa á okkur, þeir ná svolítið að ýta þeim framar á völlinn og við refsum þeim með tveimur góðum mörkum. Það hefur verið stígandi frá fyrsta leik þangað til í dag, við höfum farið yfir varnarleik og sóknarleik hvað við ætlum að gera og þetta er bara samkvæmt plani. Við erum allir voðalega ánægðir með þetta."

,,Þetta er gríðarlega spennandi hópur og það eru allir mjög jákvæðir og bjartsýnir fyrir komandi sumri. Við verðum bara að byggja ofan á þetta og vona það besta. Við förum inn í mótið og ætlum að gera eins vel og við getum og sjáum hvað það skilar okkur,"
sagði hann að lokum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner