Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 02. mars 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Quincy Promes aftur til Spartak Moskvu (Staðfest)
Quincy Promes er mættur aftur til Spartak
Quincy Promes er mættur aftur til Spartak
Mynd: Getty Images
Rússneska félagið Spartak Moskva hefur gengið frá kaupum á hollenska vængmanninum Quincy Promes en hann kemur til félagsins frá AJax.

Promes er 29 ára gamall og er fastamaður í hollenska landsliðinu en hann spilaði 19 leiki og skoraði 6 mörk fyrir Ajax á þessu tímabili.

Hann eyddi fjórum árum hjá Spartak Moskvu frá 2014 til 2018 áður en hann var seldur til Sevilla á Spáni. Hann staldraði stutt við á Spáni og fór aftur heim til Hollands og samdi við Ajax árið 2019.

Promes gerði frábæra hluti með Ajax en hann var partur af liðinu sem komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu og þykir meðal öflugri sóknartengiliðum Evrópu.

Það kom því nokkuð á óvart er hann var seldur til Spartak Moskvu á dögunum en hann gerir þriggja og hálfs árs samning við félagið og er kaupverðið 8,5 milljónir evra.

Promes var handtekinn í Hollandi í desember, grunaður um að hafa stungið frænda sinn eftir rifrildi í teiti sem fór fram í húsi Promes í júlí. Promes neitar sök og eru fjölmörg vitni sem hafa stigið fram og fullyrt að hollenski leikmaðurinn hafi ekki átt í hlut.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner