banner
   sun 02. maí 2021 19:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki hægt að réttlæta hegðun minnihlutans
Stuðningsfólk Man Utd vill Glazer fjölskylduna - eigendur félagsins - burt!
Stuðningsfólk Man Utd vill Glazer fjölskylduna - eigendur félagsins - burt!
Mynd: EPA
Stórleikur Manchester United og Liverpool átti að fara fram á Old Trafford í dag en hann gat ekki farið fram af öryggisástæðum.

Fyrr í dag brutust stuðningsmenn Man Utd inn á Old Trafford og mótmæltu þar eigendum félagsins.

Það tók dágóðan tíma að fjarlægja stuðningsmennina og var ákveðið að leiknum yrði frestað um óákveðinn tíma.

Enska úrvalsdeildin hefur fordæmt hegðun þeirra sem brutust inn á leikvanginn.

„Þetta er sameiginleg ákvörðun lögreglu, beggja félaga, ensku úrvalsdeildarinnar og borgaryfirvalda. Öryggi allra á Old Trafford er það sem er mikilvægast," segir í tilkynningu ensku úrvalsdeildarinnar.

„Við skiljum og berum virðingu fyrir styrk tilfinninga en við fordæmum ofbeldi, eignatjón og innbrot - þá sérstaklega þar sem Covid 19 lög voru brotin."

„Stuðingsfólk getur látið skoðanir sínar í ljós á marga vegu en aðgerðir minnihlutans í dag er ekki hægt að réttlæta. Við finnum til með lögreglunni og öryggisvörðum sem þurftu að takast á við hættulega stöðu sem á sér engan stað í fótbolta."

Enska úrvalsdeildin segir að nýr leiktími verði gefinn út bráðlega.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner