

Fylkir mætti Aftureldingu í fyrsta leik Lengjudeildar kvenna í kvöld. Liðin skildu jöfn 2-2 en það var hart barist milli liðanna. Alexander Aron Davorsson er þjálfari Aftureldingar og hann kom í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Fylkir 2 - 2 Afturelding
„Fyrstu viðbrögð mín eftir þennan leik er náttúrulega bara fyrsti leikur á íslandsmóti, bara stress í fyrri hálfleik sérstaklega en við unnum á þetta í seinni klárlega."
Sagði Alexander en Afturelding var undir 2-0 í hálfleik en náðu síðan að jafna leikin með tvem mörkum skömmu eftir að seinni hálfleikur var flautaður á.
„Við byrjum leikinn með því plani að reyna að spila fótbolta og þær fóru mikið í langa bolta. Við ákveðum bara í seinni hálfleik að fara bara í kick and run og mæta þeim bara í löngum boltum og fara að berjast. Við vorum svolítið svona að tapa návæigum og til þess að vinna sig inn í leikinn þá ákveðum við bara að fara í löngu boltana og fara upp í þetta og vinna seinni boltan sem við gerðum eiginlega frábærlega í seinni hálfleik."
Afturelding fékk færi til þess að klára leikinn en hljóta að vera vonsvikin að ekki gekk að skora sigurmarkið.
„Já við fáum einmitt dauðafæri, ég held að liðsstjórinn hjá okkur hafi hlaupið bara inn á völlinn hann var svo peppaður og endaði bara að fá rautt spjald. Ég vissi ekki einu sinni að það væri rautt spjald ef maður fer inn á völlinn en hann fékk beint rautt fyrir það."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.