Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   þri 02. júní 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk í dag - Íslendingaslagur í Bröndby
Það gleymist oft að Hjörtur er ekki nema 25 ára gamall.
Það gleymist oft að Hjörtur er ekki nema 25 ára gamall.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðasti leikur 25. umferðar danska deildartímabilsins fer fram í dag. Þar á Bröndby heimaleik við SönderjyskE.

Hjörtur Hermannsson hefur verið partur af varnarlínu Bröndby í fjögur ár og á fjórtán leiki að baki fyrir A-landslið Íslands.

Hinn 19 ára gamli Ísak Óli Ólafsson, sem verður tvítugur 30. júní, gekk í raðir SönderjyskE í fyrra og hefur aðeins komið við sögu í sjö mínútur í deildinni. Ólíklegt er því að Ísak Óli komi við sögu.

Hinn reynslumikli Eggert Gunnþór Jónsson hefur verið hjá SönderjyskE í þrjú ár og er mikilvægur hlekkur í liðinu en verður ekki með í dag. Hann er í leikbanni vegna uppsafnaðra gulra spjalda.

Bröndby getur komist upp í fimmta sæti dönsku deildarinnar með sigri í dag. SönderjyskE er í ellefta sæti, aðeins fjórum stigum frá fallsvæðinu.

Leikur dagsins:
17:00 Bröndby - SönderjyskE (Viaplay)
Stöðutaflan Danmörk Danmörk - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 FCK 17 9 6 2 32 19 +13 33
2 Midtjylland 17 10 3 4 31 22 +9 33
3 Randers FC 17 8 6 3 31 19 +12 30
4 AGF Aarhus 17 7 7 3 30 17 +13 28
5 Brondby 17 7 6 4 31 22 +9 27
6 Silkeborg 17 6 8 3 29 23 +6 26
7 FC Nordsjaelland 17 7 5 5 30 29 +1 26
8 Viborg 17 5 6 6 29 27 +2 21
9 AaB Aalborg 17 4 5 8 18 31 -13 17
10 Sonderjylland 17 4 4 9 21 37 -16 16
11 Lyngby 17 1 7 9 12 24 -12 10
12 Vejle 17 1 3 13 16 40 -24 6
Athugasemdir
banner
banner