Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 02. júní 2020 20:44
Ívan Guðjón Baldursson
Yfirlýsing frá FIFA: Þeir eiga skilið lófaklapp, ekki refsingu
Mynd: Getty Images
Á þessari stundu eru mótmæli víða um heim þar sem stór hluti heimsbyggðarinnar sýnir samstöðu með Bandaríkjamönnum og baráttu þeirra gegn kynþáttafordómum eftir að George Floyd var myrtur af lögreglumönnum.

Fjórir leikmenn í þýsku Búndeslígunni nýttu leiki helgarinnar til að sýna málstaðnum stuðning. Í kjölfarið kynnti þýska knattspyrnusambandið að það hafi hrint af stað rannsókn til að úrskurða um hvort leikmennirnir hafi gerst sekir um að brjóta alþjóðlegar knattspyrnureglur með því að nýta sviðsljós knattspyrnunnar til að senda pólitísk skilaboð.

FIFA gaf út yfirlýsingu fyrr í dag og sagði að hvert knattspyrnusamband fyrir sig ber ábyrgð á að framfylgja knattspyrnulögunum í sínu landi. FIFA hvatti þó knattspyrnusambönd til að hafa almenna skynsemi að leiðarljósi, og ýjaði þannig að því að ekki ætti að refsa þeim sem sýna George Floyd stuðning.

Þessi yfirlýsing vakti upp spurningar og var FIFA sakað um að standa ekki nógu sannfærandi við bakið á baráttunni gegn kynþáttafordómum. Nú hefur FIFA bætt upp fyrir þann misskilning með sterkri yfirlýsingu.

„Til að forðast allan misskilning: Ef þetta væri FIFA keppni þá ættu þessir leikmenn skilið lófaklapp, ekki refsingu," sagði Gianni Infantino, forseti FIFA.

„Við verðum að standa gegn öllum tegundum af fordómum.

„Við verðum að standa gegn öllum tegundum af ofbeldi."


Sjá einnig:
FIFA vill ekki refsa fyrir stuðning við George Floyd
Mbappe og fleiri á Twitter: Justice for George
Kick It Out hvetur leikmenn til að krjúpa vegna Floyd
Marcus Thuram heiðraði minningu George Floyd
Fyrsta þrenna Sancho súrsæt: Við erum sterkari saman
Rose stoltur af Thuram: Skilaboðin komust til skila
Rangt að refsa Sancho fyrir „Justice for George Floyd"
Leikmenn Liverpool senda öflug skilaboð
Rashford með sterk skilaboð: Við skiptum málii
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner