Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   fös 02. júní 2023 01:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grindavík
Magnús: Ver mína leikmenn þegar mér finnst á þeim brotið
Lengjudeildin
Maggi með bros á vör.
Maggi með bros á vör.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Pétur fékk að líta rauða spjaldið.
Guðjón Pétur fékk að líta rauða spjaldið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var býsna sáttur, skiljanlega, eftir 0-3 sigur gegn Grindavík í toppbaráttuslag í Lengjudeildinni.

„Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik. Þetta var góð æfingavika hjá strákunum og mér fannst við vera tilbúnir í verkefnið," sagði Magnús eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Grindavík 0 -  3 Afturelding

„Ég er gríðarlega ánægður með að halda hreinu og þetta eru frábær mörk sem við skorum. Mér fannst við stýra leiknum með boltann mestallan leikinn. Það er gríðarleg liðsheild í þessu. Ég fann það strax í upphitun að þetta yrði góður dagur, og þetta var það."

Fyrir leikinn voru bæði þessi lið taplaus, og Grindavík hafði ekki fengið á sig mark í deildinni. Var erfitt að leggja þennan leik upp?

„Nei, það er bara gaman og spennandi. Strákarnir eru spenntir að spila stóra leiki. Það er gaman að koma hingað í Grindavík. Mér finnst mjög gaman að spila hérna en það er frábærlega staðið að öllum. Við náðum að framkvæmda flestallt sem við vildum framkvæma í dag," sagði Maggi en því næst var hann spurður út í rauða spjaldið sem Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Grindavíkur, fékk í fyrri hálfleiknum.

Guðjón var í baráttu út við endalínu við Bjart Bjarma Barkarson, leikmann Aftureldingar, og fylgdi of mikið á eftir sér. Hann fékk beint rautt spjald fyrir vikið en Magnús var ekki sáttur þegar atvikið átti sér stað.

„Mér fannst þetta pjúra rautt spjald. Guðjón Pétur er frábær leikmaður og hefur átt frábæran feril, verið magnaður í gegnum tíðina. Hann missir aðeins hausinn í 1-2 sekúndur að mínu mati. Þeir liggja þarna, hann og Bjartur eftir klafs, og boltinn er löngu farinn út af. Þá fer hann í minn mann og mér finnst hann fara í andlitið á honum. Þá verð ég reiður. Ég ver mína leikmenn þegar mér finnst á þeim brotið og mér fannst harkalega brotið á okkar manni þarna þegar boltinn er ekki í leik."

„Þetta var algjör óþarfi. Þetta verðskuldar rautt spjald. Við erum með frábæran dómara sem hefur dæmt í 30 ár. Hann tekur rétta ákvörðun. Þú ferð ekki í andlitið á mönnum þegar boltinn er ekki í leik. Ég hugsa þegar Guðjón róast að hann muni átta sig á því að þetta var réttur dómur."

Magnúsi fannst Afturelding vera með góð tök á leiknum þegar atvikið átti sér stað en hann var sáttur með frammistöðu sinna manna í leiknum heilt yfir. „Við verðskulduðum þrjú stig."

„Strákarnir eiga mikið hrós skilið en við viljum meira og við þurfum að halda áfram," sagði Maggi en Afturelding er á toppnum með Fjölni eftir fimm leiki. Bæði lið eru með 13 stig.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Magnús ræðir meðal annars um leikstíl Aftureldingar og tímabilið til þessa. Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar Guðjón Pétur fékk rauða spjaldið.


Athugasemdir
banner