Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fös 02. júní 2023 01:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grindavík
Magnús: Ver mína leikmenn þegar mér finnst á þeim brotið
Lengjudeildin
Maggi með bros á vör.
Maggi með bros á vör.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Pétur fékk að líta rauða spjaldið.
Guðjón Pétur fékk að líta rauða spjaldið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var býsna sáttur, skiljanlega, eftir 0-3 sigur gegn Grindavík í toppbaráttuslag í Lengjudeildinni.

„Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik. Þetta var góð æfingavika hjá strákunum og mér fannst við vera tilbúnir í verkefnið," sagði Magnús eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Grindavík 0 -  3 Afturelding

„Ég er gríðarlega ánægður með að halda hreinu og þetta eru frábær mörk sem við skorum. Mér fannst við stýra leiknum með boltann mestallan leikinn. Það er gríðarleg liðsheild í þessu. Ég fann það strax í upphitun að þetta yrði góður dagur, og þetta var það."

Fyrir leikinn voru bæði þessi lið taplaus, og Grindavík hafði ekki fengið á sig mark í deildinni. Var erfitt að leggja þennan leik upp?

„Nei, það er bara gaman og spennandi. Strákarnir eru spenntir að spila stóra leiki. Það er gaman að koma hingað í Grindavík. Mér finnst mjög gaman að spila hérna en það er frábærlega staðið að öllum. Við náðum að framkvæmda flestallt sem við vildum framkvæma í dag," sagði Maggi en því næst var hann spurður út í rauða spjaldið sem Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Grindavíkur, fékk í fyrri hálfleiknum.

Guðjón var í baráttu út við endalínu við Bjart Bjarma Barkarson, leikmann Aftureldingar, og fylgdi of mikið á eftir sér. Hann fékk beint rautt spjald fyrir vikið en Magnús var ekki sáttur þegar atvikið átti sér stað.

„Mér fannst þetta pjúra rautt spjald. Guðjón Pétur er frábær leikmaður og hefur átt frábæran feril, verið magnaður í gegnum tíðina. Hann missir aðeins hausinn í 1-2 sekúndur að mínu mati. Þeir liggja þarna, hann og Bjartur eftir klafs, og boltinn er löngu farinn út af. Þá fer hann í minn mann og mér finnst hann fara í andlitið á honum. Þá verð ég reiður. Ég ver mína leikmenn þegar mér finnst á þeim brotið og mér fannst harkalega brotið á okkar manni þarna þegar boltinn er ekki í leik."

„Þetta var algjör óþarfi. Þetta verðskuldar rautt spjald. Við erum með frábæran dómara sem hefur dæmt í 30 ár. Hann tekur rétta ákvörðun. Þú ferð ekki í andlitið á mönnum þegar boltinn er ekki í leik. Ég hugsa þegar Guðjón róast að hann muni átta sig á því að þetta var réttur dómur."

Magnúsi fannst Afturelding vera með góð tök á leiknum þegar atvikið átti sér stað en hann var sáttur með frammistöðu sinna manna í leiknum heilt yfir. „Við verðskulduðum þrjú stig."

„Strákarnir eiga mikið hrós skilið en við viljum meira og við þurfum að halda áfram," sagði Maggi en Afturelding er á toppnum með Fjölni eftir fimm leiki. Bæði lið eru með 13 stig.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Magnús ræðir meðal annars um leikstíl Aftureldingar og tímabilið til þessa. Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar Guðjón Pétur fékk rauða spjaldið.


Athugasemdir
banner
banner