Bryndís Arna Níelsdóttir og Þórdís Elva Ágústsdóttir komu báðar við sögu er Växjö DFF gerði markalaus jafntefli við Vittsjö í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Gengi Växjö hefur verið upp og niður á þessu tímabili. Liðið byrjaði mótið sterkt en tók síðan slæman kafla alveg fram í júní.
Í síðustu leikjum hefur það verið að ná í góð úrslit en það er nú án taps í síðustu fjórum.
Liðið gerði í kvöld markalaust jafntefli við Vittsjö. Bryndís Arna byrjaði hjá Växjö en Þórdís Elva kom inn fyrir hana á 72. mínútu leiksins.
Växjö er í 18. sæti með 22 stig eftir sautján umferðir. Alls eru átta umferðir eftir af deildinni og útlit fyrir að liðið nái að halda sæti sínu í deildinni en það er nú tíu stigum fyrir ofan fallsæti.
Athugasemdir