Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
Telma: Það var kannski smá mikið að gera á köflum
Olla: Pirrandi og svekkjandi að ná ekki að nýta að vera manni fleiri
Tveir í Serbíu með 'Antonsdóttir' á bakinu - „Mjög gaman að sjá þá"
Karólína: Drulluðum á okkur í markinu og ég tek fulla ábyrgð á því
Sandra María: Eyða orkunni í það sem við getum haft áhrif á
Ingibjörg: Erum ekki að fara að vinna 9-1, það er á hreinu
Glódís Perla: Tveir virkilega góðir leikmenn í þeirra liði
Steini: Held að þetta hafi verið eitthvað unglingasvæði hjá þeim
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Úlfur: Höfum ekki bolmagn til að borga morðfjár í laun
Aron Snær: Bannaði orðin varamarkvörður og samkeppni
Ánægður með síðasta ár - „Alltaf talað um hann en þróunin var góð"
Arnar Gunnlaugs: Kærum ekki á meðan ég er við stjórnvölinn
Benoný um Gautaborg: Get ekki farið í smáatriði en þetta var ekki málið
Gregg: Við hringdum í KSÍ í morgun og þau sögðu þetta vera í lagi
banner
   sun 02. október 2022 18:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rúnar Kristins: Stolt félagsins, þjálfara og leikmanna að veði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Alltaf mjög súrt að tapa," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir 1-0 tap liðsins gegn KA í Bestu deildinni í dag.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 KR

„Ég er ánægður með framlagið, leikmenn voru að hlaupa og berjast, við náðum að pressa KA menn mjög vel í fyrri hálfleik. Við vorum mikið með boltann en við nýttum það ekki nægilega vel, náðum ekki að skapa mikið af færum, mikið af fyrirgjöfum. Þeim líður vel að verjast og eru góðir í að verjast og við bara því miður náðum ekki að skapa nein hættuleg færi," sagði Rúnar.

Eftir fínan fyrri hálfleik var mikið kjaftshögg að lenda undir snemma í síðari hálfleik.

„Það setti okkur í erfiðari stöðu, eins og ég sagði áðan, KA menn eru góðir að verjast svo eru þeir stórhættulegir þegar þeir hratt fram og það kom í ljós síðustu 15-20 mínúturnar þegar við erum farnir að taka aðeins of mikið af sénsum og þeir fara með marga í skyndisóknir og gera það vel. Skapa sér hættuleg færi og gátu skorað fleiri mörk," sagði Rúnar.

„Við vildum nátturulega reyna taka sénsinn á því að reyna jafna. Fáum eitt dauðafæri þegar Siggi kemst einn á móti markmanni en Jajalo sá við honum."

KR á ekki möguleika á Evrópusæti en það slær þá ekki útaf laginu.

„Það verður að vera metnaður í þessu áfram, menn verða að skila vinnuframlagi eins og þeir gerðu í dag. Þó þessi leikur hafi tapast þá eru fjórir leikir eftir og við verðum að sýna þessu móti og þessari úrslitakeppni þá virðingu að mæta í alla leiki af krafti og ekki gefa frá okkur því við höfum ekki að neinu að keppa. Við höfum alltaf að einhverju að keppa, það er stolt félagsins, þjálfara og leikmanna að veði," sagði Rúnar að lokum.


Athugasemdir
banner
banner
banner