Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
   sun 02. október 2022 18:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rúnar Kristins: Stolt félagsins, þjálfara og leikmanna að veði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Alltaf mjög súrt að tapa," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir 1-0 tap liðsins gegn KA í Bestu deildinni í dag.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 KR

„Ég er ánægður með framlagið, leikmenn voru að hlaupa og berjast, við náðum að pressa KA menn mjög vel í fyrri hálfleik. Við vorum mikið með boltann en við nýttum það ekki nægilega vel, náðum ekki að skapa mikið af færum, mikið af fyrirgjöfum. Þeim líður vel að verjast og eru góðir í að verjast og við bara því miður náðum ekki að skapa nein hættuleg færi," sagði Rúnar.

Eftir fínan fyrri hálfleik var mikið kjaftshögg að lenda undir snemma í síðari hálfleik.

„Það setti okkur í erfiðari stöðu, eins og ég sagði áðan, KA menn eru góðir að verjast svo eru þeir stórhættulegir þegar þeir hratt fram og það kom í ljós síðustu 15-20 mínúturnar þegar við erum farnir að taka aðeins of mikið af sénsum og þeir fara með marga í skyndisóknir og gera það vel. Skapa sér hættuleg færi og gátu skorað fleiri mörk," sagði Rúnar.

„Við vildum nátturulega reyna taka sénsinn á því að reyna jafna. Fáum eitt dauðafæri þegar Siggi kemst einn á móti markmanni en Jajalo sá við honum."

KR á ekki möguleika á Evrópusæti en það slær þá ekki útaf laginu.

„Það verður að vera metnaður í þessu áfram, menn verða að skila vinnuframlagi eins og þeir gerðu í dag. Þó þessi leikur hafi tapast þá eru fjórir leikir eftir og við verðum að sýna þessu móti og þessari úrslitakeppni þá virðingu að mæta í alla leiki af krafti og ekki gefa frá okkur því við höfum ekki að neinu að keppa. Við höfum alltaf að einhverju að keppa, það er stolt félagsins, þjálfara og leikmanna að veði," sagði Rúnar að lokum.


Athugasemdir
banner
banner
banner