Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   sun 02. október 2022 18:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rúnar Kristins: Stolt félagsins, þjálfara og leikmanna að veði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Alltaf mjög súrt að tapa," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir 1-0 tap liðsins gegn KA í Bestu deildinni í dag.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 KR

„Ég er ánægður með framlagið, leikmenn voru að hlaupa og berjast, við náðum að pressa KA menn mjög vel í fyrri hálfleik. Við vorum mikið með boltann en við nýttum það ekki nægilega vel, náðum ekki að skapa mikið af færum, mikið af fyrirgjöfum. Þeim líður vel að verjast og eru góðir í að verjast og við bara því miður náðum ekki að skapa nein hættuleg færi," sagði Rúnar.

Eftir fínan fyrri hálfleik var mikið kjaftshögg að lenda undir snemma í síðari hálfleik.

„Það setti okkur í erfiðari stöðu, eins og ég sagði áðan, KA menn eru góðir að verjast svo eru þeir stórhættulegir þegar þeir hratt fram og það kom í ljós síðustu 15-20 mínúturnar þegar við erum farnir að taka aðeins of mikið af sénsum og þeir fara með marga í skyndisóknir og gera það vel. Skapa sér hættuleg færi og gátu skorað fleiri mörk," sagði Rúnar.

„Við vildum nátturulega reyna taka sénsinn á því að reyna jafna. Fáum eitt dauðafæri þegar Siggi kemst einn á móti markmanni en Jajalo sá við honum."

KR á ekki möguleika á Evrópusæti en það slær þá ekki útaf laginu.

„Það verður að vera metnaður í þessu áfram, menn verða að skila vinnuframlagi eins og þeir gerðu í dag. Þó þessi leikur hafi tapast þá eru fjórir leikir eftir og við verðum að sýna þessu móti og þessari úrslitakeppni þá virðingu að mæta í alla leiki af krafti og ekki gefa frá okkur því við höfum ekki að neinu að keppa. Við höfum alltaf að einhverju að keppa, það er stolt félagsins, þjálfara og leikmanna að veði," sagði Rúnar að lokum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner